Klopp: Þeir hafa aldrei spilað á móti okkur Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 12:30 Jurgen Klopp. vísir/getty „Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti