Ekki í boði að sleppa umsýslugjaldinu: „Auðvitað munar mann um þetta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 20:00 Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira