Deila um nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2018 21:00 Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“ Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“
Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00