Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 23:33 Gina Haspel er nýr forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar. Vísir/AFP Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu Ginu Haspel til stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Haspel er þar með fyrsta konan til að gegna starfinu. Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. Haspel hefur gefið það út að hún hyggist ekki endurvekja áðurnefndar pyntingaáætlanir leyniþjónustunnar.Sjá einnig: Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna 54 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel í dag, þar af sex Demókratar, en nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins höfðu lýst yfir stuðningi við tilnefningu hennar. 45 greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra CIA síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri í lok apríl síðastliðnum en Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði þá skipað þáverandi forstjóra, Mike Pompeo, í stöðu utanríkisráðherra í stað Rex Tillersons. Þá óskaði Trump Haspel til hamingju með nýja starfið á Twitter-reikningi sínum í kvöld.Congratulations to our new CIA Director, Gina Haspel! pic.twitter.com/n1xj9LSV9D— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 17, 2018 Bandaríkin Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu Ginu Haspel til stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Haspel er þar með fyrsta konan til að gegna starfinu. Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. Haspel hefur gefið það út að hún hyggist ekki endurvekja áðurnefndar pyntingaáætlanir leyniþjónustunnar.Sjá einnig: Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna 54 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel í dag, þar af sex Demókratar, en nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins höfðu lýst yfir stuðningi við tilnefningu hennar. 45 greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra CIA síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri í lok apríl síðastliðnum en Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði þá skipað þáverandi forstjóra, Mike Pompeo, í stöðu utanríkisráðherra í stað Rex Tillersons. Þá óskaði Trump Haspel til hamingju með nýja starfið á Twitter-reikningi sínum í kvöld.Congratulations to our new CIA Director, Gina Haspel! pic.twitter.com/n1xj9LSV9D— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 17, 2018
Bandaríkin Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45
Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03
Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30