Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á Vatnajökli Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 20:17 Ekki næst sambandi við ferðamennina tvo. Vísir/Vilhelm Um klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. 50 manns taka þátt í leitinni að mönnunum með einum eða öðrum hætti en nú er einblínt á að koma björgunarmönnum til þeirra á vélsleðum. Ferðamennirnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel áður en þeir héldu í ferð yfir jökulinn og eru auk þess með neyðarsendi með sér. Neyðarboðið barst frá Grímsvötnum en ekki næst samband við þá. Ellefu björgunarsveitir voru kallaðar út og var björgunarsveitarfólk á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum á níunda tímanum í kvöld. Ekki eru kjöraðstæður á jöklinum fyrir björgunarsveitarfólk en þar er nú snjókoma og þó nokkur vindur. Gera má ráð fyrir því að veður lægi ekki fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 22:20: Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á tíunda tímanum að nokkrir björgunarsveitarhópar séu komnir upp á jökulinn. Hóparnir stefna að punkti þar sem boð berast frá neyðarsendi ferðamannanna en ekki hefur enn náðst samband við þá. Davíð segir það þó eðlilegt að einhverju leyti. Þá segir Davíð að alls séu um 50 manns sem hafi verið ræstir út á einn eða annan hátt vegna leitarinnar. Förin sækist þó hægt, að sögn Davíðs, en rok og suddi er á jöklinum og lélegt skyggni. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um þjóðerni mannanna tveggja né hvenær þeir komu hingað til lands. Mennirnir voru þó búnir að vera í nokkurra daga ferð yfir jökulinn þegar þeir sendu neyðarboðin í kvöld en Davíð segir greinilegt að þeir hafi einhverja reynslu af ferðalögum á borð við þetta.Uppfært klukkan 00:12: Fyrstu hópar af sleðamönnum voru komnir upp í Grímsvötn þegar blaðamaður náði tali af Davíð skömmu eftir miðnætti. Davíð sagði leit hafna á svæðinu en enn bólaði ekkert á ferðamönnunum tveimur. Leiðindaveður er á jöklinum, þoka og hvassviðri. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Um klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. 50 manns taka þátt í leitinni að mönnunum með einum eða öðrum hætti en nú er einblínt á að koma björgunarmönnum til þeirra á vélsleðum. Ferðamennirnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel áður en þeir héldu í ferð yfir jökulinn og eru auk þess með neyðarsendi með sér. Neyðarboðið barst frá Grímsvötnum en ekki næst samband við þá. Ellefu björgunarsveitir voru kallaðar út og var björgunarsveitarfólk á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum á níunda tímanum í kvöld. Ekki eru kjöraðstæður á jöklinum fyrir björgunarsveitarfólk en þar er nú snjókoma og þó nokkur vindur. Gera má ráð fyrir því að veður lægi ekki fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 22:20: Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á tíunda tímanum að nokkrir björgunarsveitarhópar séu komnir upp á jökulinn. Hóparnir stefna að punkti þar sem boð berast frá neyðarsendi ferðamannanna en ekki hefur enn náðst samband við þá. Davíð segir það þó eðlilegt að einhverju leyti. Þá segir Davíð að alls séu um 50 manns sem hafi verið ræstir út á einn eða annan hátt vegna leitarinnar. Förin sækist þó hægt, að sögn Davíðs, en rok og suddi er á jöklinum og lélegt skyggni. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um þjóðerni mannanna tveggja né hvenær þeir komu hingað til lands. Mennirnir voru þó búnir að vera í nokkurra daga ferð yfir jökulinn þegar þeir sendu neyðarboðin í kvöld en Davíð segir greinilegt að þeir hafi einhverja reynslu af ferðalögum á borð við þetta.Uppfært klukkan 00:12: Fyrstu hópar af sleðamönnum voru komnir upp í Grímsvötn þegar blaðamaður náði tali af Davíð skömmu eftir miðnætti. Davíð sagði leit hafna á svæðinu en enn bólaði ekkert á ferðamönnunum tveimur. Leiðindaveður er á jöklinum, þoka og hvassviðri.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira