Neymar ekki lengur einn af tíu bestu fótboltamönnum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 16:00 Neymar fagnar Meistaradeildarmarki á móti PSG. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur fallið niður metorðastigann á árinu 2018 ef marka má val Guardian á hundrað bestu knattspyrnumönnum heims. Guardian notar síðustu dagana fyrir jól til að telja niður og í dag birtu þeir þá sem skipa sæti 11. til 20. á listanum. Þar kom í ljós Neymar nær ekki inn á topp tíu því hann er í 11. sætinu á undan Raphaël Varane, miðverði Real Madrid. Neymar fellur niður um átta sæti á listanum því hann var þriðji í valinu 2017 og í 5. sæti árið 2016. Neymar var þriðji á 2015-listanum og í 7. sæti á 2014-listanum. Síðast komst Neymar ekki inn á topp tíu fyrir sex árum en hann var í 13. sæti á listanum fyrir árið 2012.Neymar falls outside the top 10 for the first time. The 100 best male footballers in the world 2018: Nos 100-11 https://t.co/t1k3wBC93Fpic.twitter.com/VgDV4hNwBb — Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2018Neymar spilar með franska stórliðinu Paris St-Germain og er með 16 mörk og 8 stoðsendingar í 19 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Ekki slæm tölfræði þar á ferðinni ekki síst þar sem hann er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Neymar fékk aftur á móti mestu gagnrýnina í ár fyrir framkomu sína á HM í Rússlandi þar sem hann lá hvað eftir annað emjandi í grasinu hvort sem menn komu mikið við hann eða ekki. Neymar var með 2 mörk og 2 stoðsendingar í fimm leikjum á HM en Brasilíska liðið datt út fyrir Belgíu í átta liða úrslitin keppninnar. Belgía vann leikinn 2-1 og Neymar náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknum.Leikmenn í 11. til 20. sæti á lista Guardian: (Allan listann má finna hér) 11. sæti - Neymar, Paris St-Germain 12. sæti - Raphaël Varane, Real Madrid 13. sæti - Ivan Rakitic, Barcelona 14. sæti - Luis Suárez, Barcelona 15. sæti - Sergio Agüero, Manchester City 16. sæti - Paul Pogba, Manchester United 17. sæti - Sergio Ramos, Real Madrid 18. sæti - Marcelo, Real Madrid 19. sæti - Sadio Mané, Liverpool 20. sæti - David Silva, Manchester City Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur fallið niður metorðastigann á árinu 2018 ef marka má val Guardian á hundrað bestu knattspyrnumönnum heims. Guardian notar síðustu dagana fyrir jól til að telja niður og í dag birtu þeir þá sem skipa sæti 11. til 20. á listanum. Þar kom í ljós Neymar nær ekki inn á topp tíu því hann er í 11. sætinu á undan Raphaël Varane, miðverði Real Madrid. Neymar fellur niður um átta sæti á listanum því hann var þriðji í valinu 2017 og í 5. sæti árið 2016. Neymar var þriðji á 2015-listanum og í 7. sæti á 2014-listanum. Síðast komst Neymar ekki inn á topp tíu fyrir sex árum en hann var í 13. sæti á listanum fyrir árið 2012.Neymar falls outside the top 10 for the first time. The 100 best male footballers in the world 2018: Nos 100-11 https://t.co/t1k3wBC93Fpic.twitter.com/VgDV4hNwBb — Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2018Neymar spilar með franska stórliðinu Paris St-Germain og er með 16 mörk og 8 stoðsendingar í 19 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Ekki slæm tölfræði þar á ferðinni ekki síst þar sem hann er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Neymar fékk aftur á móti mestu gagnrýnina í ár fyrir framkomu sína á HM í Rússlandi þar sem hann lá hvað eftir annað emjandi í grasinu hvort sem menn komu mikið við hann eða ekki. Neymar var með 2 mörk og 2 stoðsendingar í fimm leikjum á HM en Brasilíska liðið datt út fyrir Belgíu í átta liða úrslitin keppninnar. Belgía vann leikinn 2-1 og Neymar náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknum.Leikmenn í 11. til 20. sæti á lista Guardian: (Allan listann má finna hér) 11. sæti - Neymar, Paris St-Germain 12. sæti - Raphaël Varane, Real Madrid 13. sæti - Ivan Rakitic, Barcelona 14. sæti - Luis Suárez, Barcelona 15. sæti - Sergio Agüero, Manchester City 16. sæti - Paul Pogba, Manchester United 17. sæti - Sergio Ramos, Real Madrid 18. sæti - Marcelo, Real Madrid 19. sæti - Sadio Mané, Liverpool 20. sæti - David Silva, Manchester City
Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira