Embætti biskups bótaskylt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 18:47 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent