Vonar að fleiri feður nýti fæðingarorlof Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. desember 2018 08:00 Hámarksgreiðslur til foreldra hækka um áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN „Við sjáum það á tölfræðinni okkar að hámarksfjárhæð greiðslna virðist hafa áhrif á fæðingarorlofstöku feðra. Auðvitað eru samt fjölmargir aðrir þættir sem hafa áhrif. Skuldir hækkuðu til að mynda mikið í kjölfar hrunsins og þá hafði fólk kannski ekki efni á því að báðir foreldrar færu í fæðingarorlof,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Í vikunni var tilkynnt að hámarksgreiðslur úr sjóðnum myndu um áramót hækka úr 520 þúsund krónum á mánuði upp í 600 þúsund og gildir hækkunin fyrir foreldra barna sem fæðast eftir áramót. Fyrir foreldra á vinnumarkaði eru mánaðarlegar greiðslur 80 prósent af meðalheildarlaunum á tólf mánaða tímabili sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Leó Örn segist vonast til að með þessari hækkun takist að auka hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof þannig það nálgist stöðuna eins og hún var fyrir hrun. Árið 2008 nýttu 90 prósent feðra eitthvað af rétti sínum til fæðingarorlofs. Er þá eins og annars staðar í tölfræði um fæðingarorlof miðað við fæðingarár barns. „Hlutfallið fyrir 2008 var sögulega hátt í alþjóðlegum samanburði. Fæðingarorlofstaka feðra á Íslandi er mjög há, líka í samanburði við hin Norðurlöndin.“ Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur lækkaðar umtalsvert en hafa á undanförnum árum farið hækkandi aftur. Lægst fór hlutfall feðra sem nýttu fæðingarorlof í 80 prósent árið 2013. Ef litið er á hlutfall feðra sem lenda í þakinu varðandi hámarksgreiðslur má sjá að feðrum sem nýta fæðingarorlof er aftur tekið að fjölga. Árið 2008 lentu aðeins átta prósent feðra á vinnumarkaði sem tóku fæðingarorlof í þakinu. Það hlutfall hækkaði upp í tæpan helming þegar mest var árið 2012 en hefur miðað við bráðabirgðatölur síðustu tveggja ára lækkað í um þriðjung. „Þetta virðist breytast þegar greiðslurnar hækkuðu í október 2016 en það hreyfði augljóslega við kerfinu. Sú hækkun og hækkunin núna um áramótin þýðir 62 prósenta hækkun á hámarksgreiðslum á ekki lengri tíma. Það er veruleg hækkun á skömmum tíma í svona kerfi.“ Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að tvö ár frá fæðingardegi barns liggja ekki fyrir endanlegar tölur fyrir árin 2016, 2017 og yfirstandandi ár. Þó er hægt að sjá aukningu meðal feðra í bráðabirgðatölum þessara ára. Þannig hafa tæp 83 prósent feðra barna fæddra 2016 nýtt fæðingarorlof og rúm 84 prósent fyrir 2017. Sé litið til þess dagafjölda sem feður nýta af fæðingarorlofi sínu er enn töluvert í land með að ná dagafjöldanum eins og hann var á árunum í kringum hrun. Árin 2007 og 2008 nýttu feður að meðaltali 101 dag og var meðaltalið raunar yfir 90 daga allt frá 2003 til 2010. Samkvæmt lögunum eiga báðir foreldrar rétt á 90 daga orlofi sem ekki er hægt að framselja auk 90 daga sameiginlegs réttar. „Þetta þýðir að feður voru farnir að taka hluta af sameiginlega réttinum. Það er í rauninni ótrúlega magnað að pörin voru farin að skipta fæðingarorlofinu þannig. Þetta er eitthvað sem við myndum vilja sjá aftur. Kerfið er sannarlega að virka sem tæki í jafnréttisbaráttunni þegar þú sérð feðurna komna yfir 90 dagana. Með þessum hækkunum um áramótin munum við vonandi ná því aftur.“ Leó tekur fram að það muni taka um eitt og hálft ár að sjá hvernig breytingarnar um áramót muni skila sér því kerfið sé svo fljótandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Við sjáum það á tölfræðinni okkar að hámarksfjárhæð greiðslna virðist hafa áhrif á fæðingarorlofstöku feðra. Auðvitað eru samt fjölmargir aðrir þættir sem hafa áhrif. Skuldir hækkuðu til að mynda mikið í kjölfar hrunsins og þá hafði fólk kannski ekki efni á því að báðir foreldrar færu í fæðingarorlof,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Í vikunni var tilkynnt að hámarksgreiðslur úr sjóðnum myndu um áramót hækka úr 520 þúsund krónum á mánuði upp í 600 þúsund og gildir hækkunin fyrir foreldra barna sem fæðast eftir áramót. Fyrir foreldra á vinnumarkaði eru mánaðarlegar greiðslur 80 prósent af meðalheildarlaunum á tólf mánaða tímabili sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Leó Örn segist vonast til að með þessari hækkun takist að auka hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof þannig það nálgist stöðuna eins og hún var fyrir hrun. Árið 2008 nýttu 90 prósent feðra eitthvað af rétti sínum til fæðingarorlofs. Er þá eins og annars staðar í tölfræði um fæðingarorlof miðað við fæðingarár barns. „Hlutfallið fyrir 2008 var sögulega hátt í alþjóðlegum samanburði. Fæðingarorlofstaka feðra á Íslandi er mjög há, líka í samanburði við hin Norðurlöndin.“ Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur lækkaðar umtalsvert en hafa á undanförnum árum farið hækkandi aftur. Lægst fór hlutfall feðra sem nýttu fæðingarorlof í 80 prósent árið 2013. Ef litið er á hlutfall feðra sem lenda í þakinu varðandi hámarksgreiðslur má sjá að feðrum sem nýta fæðingarorlof er aftur tekið að fjölga. Árið 2008 lentu aðeins átta prósent feðra á vinnumarkaði sem tóku fæðingarorlof í þakinu. Það hlutfall hækkaði upp í tæpan helming þegar mest var árið 2012 en hefur miðað við bráðabirgðatölur síðustu tveggja ára lækkað í um þriðjung. „Þetta virðist breytast þegar greiðslurnar hækkuðu í október 2016 en það hreyfði augljóslega við kerfinu. Sú hækkun og hækkunin núna um áramótin þýðir 62 prósenta hækkun á hámarksgreiðslum á ekki lengri tíma. Það er veruleg hækkun á skömmum tíma í svona kerfi.“ Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að tvö ár frá fæðingardegi barns liggja ekki fyrir endanlegar tölur fyrir árin 2016, 2017 og yfirstandandi ár. Þó er hægt að sjá aukningu meðal feðra í bráðabirgðatölum þessara ára. Þannig hafa tæp 83 prósent feðra barna fæddra 2016 nýtt fæðingarorlof og rúm 84 prósent fyrir 2017. Sé litið til þess dagafjölda sem feður nýta af fæðingarorlofi sínu er enn töluvert í land með að ná dagafjöldanum eins og hann var á árunum í kringum hrun. Árin 2007 og 2008 nýttu feður að meðaltali 101 dag og var meðaltalið raunar yfir 90 daga allt frá 2003 til 2010. Samkvæmt lögunum eiga báðir foreldrar rétt á 90 daga orlofi sem ekki er hægt að framselja auk 90 daga sameiginlegs réttar. „Þetta þýðir að feður voru farnir að taka hluta af sameiginlega réttinum. Það er í rauninni ótrúlega magnað að pörin voru farin að skipta fæðingarorlofinu þannig. Þetta er eitthvað sem við myndum vilja sjá aftur. Kerfið er sannarlega að virka sem tæki í jafnréttisbaráttunni þegar þú sérð feðurna komna yfir 90 dagana. Með þessum hækkunum um áramótin munum við vonandi ná því aftur.“ Leó tekur fram að það muni taka um eitt og hálft ár að sjá hvernig breytingarnar um áramót muni skila sér því kerfið sé svo fljótandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira