Þingmenn Miðflokks fara með málið fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2018 10:27 Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur með nýjan farsíma sem hún fékk að gjöf frá ónefndum velgjörðarmanni. Vísr/Vilhelm Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni þeirra um að fram færu vitnaleiðslur í dómsal auk þess sem sönnunargagna yrði aflað í Klaustursmálinu svonefnda. Stundin greindi fyrst frá kærunni.Um er að ræða þingmennina Bergþór Ólason, Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Bára Halldórsdóttir hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtal þeirra fjögurra í á fjórðu klukkustund og komið í hendur fjölmiðla. Reimar Pétursson lögmaður hefur fyrir hönd umbjóðenda sinna fjögurra kært úrskurðinn til Landsréttar og má reikna með því að hann verði tekinn fyrir fljótlega í Landsrétti. Í kærunni kemur fram að ýmislegt gefi til kynna einbeittan brotavilja Báru, að um fyrirframgefið markmið hafi verið að ræða að taka samtalið upp. „Hún hafi gengið fumlaust til verka. Hún hafi haft meðferðis bæklinga sem hún notaði sem yfirvarp og búnað sem hentaði til verksins,“ segir í greinagerð Reimars. Bæklingurinn er ferðamannabæklingur sem Bára hefur viðurkennt að hafa þóst vera að skoða og búnaðurinn farsími hennar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem gætir réttinda Báru, segir í samtali við Vísi að reikna megi með því að málið verði flutt skriflega. Það sé undantekning frá meginreglunni þegar kærumál séu flutt munnlega. Kærandi skilaði greinargerð í gær.Uppfært klukkan 15:36Verjendur Báru hafa til 9. janúar til að skila greinagerð í málinu til Landsréttar.Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.Vísir/Bára HalldórsdóttirFyrirframgefið markmið að njósna Í greinagerð Reimars kemur meðal annars fram með því að óska eftir því að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í nágrenninu sé verið að tryggja varðveislu efnisins ef til dómsmáls komi síðar meir. Þá telja þingmennirnir fjarri því sjálfgefið að fá aðgang að myndefninu án aðstoðar dómstóla. Þingmennirnir hafa engu að síður gert tilraun til þess og sent erindi á aðila í því skyni að fá aðgang að myndefni frá Klaustri og Alþingi. „Fáist slíkur aðgangur verður látið reyna á hvort unnt sé að gera viðunandi ráðstafanir án atbeina dómstóla til að tryggja að slíkur aðgangur verði tryggður þar til máls hafa verið leidd til lykta,“ segir í greinargerðinni. Þá minna þingmennirnir á að þeir hafi átt í einkasamtali og „réttilega vænst þess að samtal þeirra sætti engum njósnum og hvað þá upptöku. Ekkert við aðstæður á stðanum hafi gefið þeim tilefni til að ætla annað. Fámennt hafi verið og næstu gestir sátu fjarri þeim“.Bára ásamt Auði Tinnu og Ragnari Aðalsteinssyni, lögmönnum Réttar.Vísir/VilhelmSperrti eyrun Sjálf hafi Bára greint frá því að það hafi verið „erfitt að greina allt sem þau sögðu“. Þá hefði hún einnig „á stundum falið símann með gögnum“ og er vísað í viðtal Vísis við Báru. Þá vísa þingmennirnir í fleiri orð Báru í viðtölum við fjölmiðla. Meðal annars að hún hafi þóst vera að lesa fyrrnefnda ferðamannabæklinga og þannig leynt aðgerðum sínum. Hún hefði „sperrt eyrun“, ekki heyrt samtalið vel og ákveðið að „taka það upp og hlusta á aftur“. Allt þetta og fleira telja þingmennirnir benda til þess að Bára hafi komið á Klaustur með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl sóknaraðila. „Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukkustundir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00 Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni þeirra um að fram færu vitnaleiðslur í dómsal auk þess sem sönnunargagna yrði aflað í Klaustursmálinu svonefnda. Stundin greindi fyrst frá kærunni.Um er að ræða þingmennina Bergþór Ólason, Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Bára Halldórsdóttir hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtal þeirra fjögurra í á fjórðu klukkustund og komið í hendur fjölmiðla. Reimar Pétursson lögmaður hefur fyrir hönd umbjóðenda sinna fjögurra kært úrskurðinn til Landsréttar og má reikna með því að hann verði tekinn fyrir fljótlega í Landsrétti. Í kærunni kemur fram að ýmislegt gefi til kynna einbeittan brotavilja Báru, að um fyrirframgefið markmið hafi verið að ræða að taka samtalið upp. „Hún hafi gengið fumlaust til verka. Hún hafi haft meðferðis bæklinga sem hún notaði sem yfirvarp og búnað sem hentaði til verksins,“ segir í greinagerð Reimars. Bæklingurinn er ferðamannabæklingur sem Bára hefur viðurkennt að hafa þóst vera að skoða og búnaðurinn farsími hennar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem gætir réttinda Báru, segir í samtali við Vísi að reikna megi með því að málið verði flutt skriflega. Það sé undantekning frá meginreglunni þegar kærumál séu flutt munnlega. Kærandi skilaði greinargerð í gær.Uppfært klukkan 15:36Verjendur Báru hafa til 9. janúar til að skila greinagerð í málinu til Landsréttar.Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.Vísir/Bára HalldórsdóttirFyrirframgefið markmið að njósna Í greinagerð Reimars kemur meðal annars fram með því að óska eftir því að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í nágrenninu sé verið að tryggja varðveislu efnisins ef til dómsmáls komi síðar meir. Þá telja þingmennirnir fjarri því sjálfgefið að fá aðgang að myndefninu án aðstoðar dómstóla. Þingmennirnir hafa engu að síður gert tilraun til þess og sent erindi á aðila í því skyni að fá aðgang að myndefni frá Klaustri og Alþingi. „Fáist slíkur aðgangur verður látið reyna á hvort unnt sé að gera viðunandi ráðstafanir án atbeina dómstóla til að tryggja að slíkur aðgangur verði tryggður þar til máls hafa verið leidd til lykta,“ segir í greinargerðinni. Þá minna þingmennirnir á að þeir hafi átt í einkasamtali og „réttilega vænst þess að samtal þeirra sætti engum njósnum og hvað þá upptöku. Ekkert við aðstæður á stðanum hafi gefið þeim tilefni til að ætla annað. Fámennt hafi verið og næstu gestir sátu fjarri þeim“.Bára ásamt Auði Tinnu og Ragnari Aðalsteinssyni, lögmönnum Réttar.Vísir/VilhelmSperrti eyrun Sjálf hafi Bára greint frá því að það hafi verið „erfitt að greina allt sem þau sögðu“. Þá hefði hún einnig „á stundum falið símann með gögnum“ og er vísað í viðtal Vísis við Báru. Þá vísa þingmennirnir í fleiri orð Báru í viðtölum við fjölmiðla. Meðal annars að hún hafi þóst vera að lesa fyrrnefnda ferðamannabæklinga og þannig leynt aðgerðum sínum. Hún hefði „sperrt eyrun“, ekki heyrt samtalið vel og ákveðið að „taka það upp og hlusta á aftur“. Allt þetta og fleira telja þingmennirnir benda til þess að Bára hafi komið á Klaustur með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl sóknaraðila. „Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukkustundir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00 Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00
Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?