Innlent

Langtímameðferð í nærumhverfi bjóðast sex til átta börnum

Sighvatur Jónsson skrifar
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu.
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu. Fréttablaðið/Anton Brink

Meðferðarheimili fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda verður reist í Garðabæ. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu til að geta boðið börnum upp á langtíma meðferð í sínu nærumhverfi.



Barnaverndarstofa óskaði eftir meðferðarheimilinu fyrst fyrir sjö árum. Þegar ekki fannst hentugt húsnæði hófst leit að lóð fyrir nýbyggingu.



Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að það hafi einnig tekið tíma að finna lóð undir svo sérhæfða starfsemi. Leitað var til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hentug lóð fannst í Garðabæ.



Félags- og jafnréttismálaráðherra, bæjarstóri Garðabæjar og Heiða Björg forstjóri Barnarverndastofu undirrita í dag viljayfirlýsingu um uppbyggingu þúsund fermetra húsnæðis fyrir meðferðarheimili fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda.



„Auðvitað liggur það fyrir að það hefur skort velferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu og það er mjög mikilvægt að geta boðið þeim upp á langtímameðferð í sínu nærumhverfi. Svo þau séu í meiri tengslum við fjölskyldur sínar meðan á meðferð stendur.“



Garðabær úthlutar lóð fyrir meðferðarheimilið, velferðarráðuneytið tryggir Barnaverndarstofu fjármagn til framkvæmdanna en Barnaverndarstofa annast reksturinn.



„Þarna verða rými fyrir 6-8 börn. Þarna er gert ráð fyrir því ef það falla óskilorðsbundnir dómar að börn geti afplánað þá þarna í meðferð. Auk þess sem það væri hægt að sinna gæsluvarðhaldi í lausagæslu ef til þess kæmi,“ segir Heiða Björg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×