Skellur hjá Heimi í fyrsta leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2018 14:57 Heimir Hallgrímsson verður væntanlega með sína menn í stífum æfingum yfir jól og áramót. getty/Jan Kruger Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fékk skell í fyrsta leik sínum sem þjálfari Al Arabi í Katar en liðið tapaði, 4-0, fyrir ríkjandi Katarmeisturum Al Duhail í deildabikarnum í dag. Heimamenn í Al Duhail voru 1-0 yfir í hálfleik en bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik. Það var komið í 3-0 eftir rúma klukkustund og fjórða markið skoraði Brassinn Edmilson Junior á 82. mínútu. Tapið hefði getað verið stærra en Loukay Ashour, markvörður Al Arabi, varði vítaspyrnu á 21. mínútu leiksins.فيديو تصدي حارسنا لؤي شريف لضربة جزاء #الدحيل ٠-٠ #العربيالجولة الرابعة | #كأس_QSL pic.twitter.com/unMFABq8oa— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 21, 2018 Þetta var síðasti leikur Al Arabi á árinu en deildabikarinn í Katar er þannig að liðunum tólf í efstu deild er skipt í tvo sex liða riðla. Al Arabi er nú búið að tapa öllum fjórum leikjunum í A-riðli og situr þar á botninum. Efstu fjögur liðin komast í átta liða úrslit. Heimir tók við liðinu í síðustu viku og hefur fengið lítinn tíma til að undirbúa sig en það var búið að vinna tvo leiki í röð áður en síðasti þjálfari var rekinn. Liðinu hefur í heildina ekki gengið neitt sérstaklega vel en það er í sjötta sæti katörsku deildarinnar með 21 stig eftir fimmtán umferðir. Næsti leikur Al Arabi undir stjórn heimis verður tíunda janúar á næsta ári þegar að liðið mætir Al Gharafa í deildinni en það lið er á toppnum í A-riðli deildabikarsins.نهاية المباراة #الدحيل ٤-٠ #العربيالمحموعة Aالجولة الرابعة | #كأس_QSL pic.twitter.com/20KrRkGJiA— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 21, 2018 Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fékk skell í fyrsta leik sínum sem þjálfari Al Arabi í Katar en liðið tapaði, 4-0, fyrir ríkjandi Katarmeisturum Al Duhail í deildabikarnum í dag. Heimamenn í Al Duhail voru 1-0 yfir í hálfleik en bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik. Það var komið í 3-0 eftir rúma klukkustund og fjórða markið skoraði Brassinn Edmilson Junior á 82. mínútu. Tapið hefði getað verið stærra en Loukay Ashour, markvörður Al Arabi, varði vítaspyrnu á 21. mínútu leiksins.فيديو تصدي حارسنا لؤي شريف لضربة جزاء #الدحيل ٠-٠ #العربيالجولة الرابعة | #كأس_QSL pic.twitter.com/unMFABq8oa— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 21, 2018 Þetta var síðasti leikur Al Arabi á árinu en deildabikarinn í Katar er þannig að liðunum tólf í efstu deild er skipt í tvo sex liða riðla. Al Arabi er nú búið að tapa öllum fjórum leikjunum í A-riðli og situr þar á botninum. Efstu fjögur liðin komast í átta liða úrslit. Heimir tók við liðinu í síðustu viku og hefur fengið lítinn tíma til að undirbúa sig en það var búið að vinna tvo leiki í röð áður en síðasti þjálfari var rekinn. Liðinu hefur í heildina ekki gengið neitt sérstaklega vel en það er í sjötta sæti katörsku deildarinnar með 21 stig eftir fimmtán umferðir. Næsti leikur Al Arabi undir stjórn heimis verður tíunda janúar á næsta ári þegar að liðið mætir Al Gharafa í deildinni en það lið er á toppnum í A-riðli deildabikarsins.نهاية المباراة #الدحيل ٤-٠ #العربيالمحموعة Aالجولة الرابعة | #كأس_QSL pic.twitter.com/20KrRkGJiA— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 21, 2018
Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira