Innlent

Reynst vel að loka fyrir bíla­um­ferð í Foss­vogs­kirkju­garði

Sighvatur Jónsson skrifar
Lögreglan stýrir umferð við Fossvogs- og Gufuneskirkjugarða á aðfangadag.
Lögreglan stýrir umferð við Fossvogs- og Gufuneskirkjugarða á aðfangadag. Vísir/Vilhelm
Það er hluti af jólahefðum margra að heimsækja leiði látinna ástvina í kirkjugörðum landsins á jólum. Í fyrra var gerð tilraun með lokun bílaumferðar um Fossvogskirkjugarð vegna mikillar umferðar gangandi fólks þar á aðfangadag frá klukkan 11 til 14.

Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, segir að lögreglan stýri umferð við tvo kirkjugarða í dag.

Umferð er stýrt í einstefnu um Gufuneskirkjugarð. Kári segir að næg bílastæði séu við Gufuneskirkjugarð en þar sem aðgengi sé mun þrengra að Fossvogskirkjugarði er lokað fyrir bílaumferð þar hluta úr degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×