Nítján konur og börn dvöldu í Kvennaathvarfinu yfir jólin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 07:00 Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira