Nítján konur og börn dvöldu í Kvennaathvarfinu yfir jólin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 07:00 Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
„Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira