Fiskikóngurinn telur sig hafa fengið nál í melónu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 11:57 Kristján Berg Ásgeirsson, Fiskikóngurinn, sést hér haldandi á skötu - en umrædd melóna var einmitt keypt á Þorláksmessu. Fréttablaðið/stefán Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan. Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan.
Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19
Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00