„Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 20:15 Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún. Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún.
Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira