„Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 20:15 Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún. Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún.
Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira