Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2018 09:49 Heimir Hallgrímsson var sjö ár með íslenska karlalandsliðinu en nú tekur við öðruvísi áskorun vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira