Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. desember 2018 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson segist enn þokkalega bjartsýnn en kjarasamningar losna um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það þarf að liggja fyrir eins fljótt og hægt er hvort við náum saman. Við ætlum að setja allt púður í þetta í vikunni en ég held að framhaldið muni skýrast í lok vikunnar. Ef niðurstaðan verður sú að málinu verði vísað til ríkissáttasemjara munum við leggja allt í sölurnar til að ná saman þar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR og SA hafa átt nokkra fundi og hittast aftur í dag. „Við ætlum að taka langan fund og markmiðið er að reyna að komast til botns í því eins fljótt og hægt er hvort við sjáum til lands eða ekki. Þetta verða mjög flóknir samningar en það er verið að vinna á fullu. Svo er bara spurning hvort við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða okkar nálgun.“ Ragnar Þór segir aðila aðeins farna að ræða launaliðinn en í leiðinni sé unnið að praktískum atriðum og bókunum. „Við erum að koma hópavinnu í gang og það eru ýmis mál komin í vinnslu hjá sérfræðingum VR og SA. Varðandi aðkomu stjórnvalda förum við vonandi að sjá eitthvað til sólar í vinnu skattahópsins sem er í gangi.“ Ragnar Þór segist enn leggja mikla áherslu á að samið verði til þriggja ára. „Það er stemning í samfélaginu fyrir átökum eins og við sáum í könnun MMR. Það er stemning með nýrri forystu núna og ég er hræddur um það að hún gæti tapast að einhverjum hluta ef við fylgjum ekki þessari kröfu okkar um lengri samning vel eftir. Lengri samningi fylgja að mínu mati meiri líkur á raunverulegum kerfisbreytingum.“ Það gæti verið lykillinn að því að opinberu stéttarfélögin verði með í lengri sátt á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur því ástandi sem verið hefur að félögin eru alltaf að semja til tólf mánaða með sex mánaða millibili. Við gerum samning, svo koma aðrir hópar og vilja meira. Ég held að lykillinn að sáttinni liggi fyrst og fremst í raunverulegum kerfisbreytingum til að reyna að bæta hér lífskjör fólks á kannski mun breiðari skala en gert hefur verið áður.“Ræða þurfi gjaldmiðilsmálin Aðspurður segir Ragnar Þór að staða gjaldmiðilsins hafi ekki verið rædd innan VR eða ASÍ en krónan hefur veikst töluvert undanfarið. „Við vitum það að gjaldmiðillinn okkar hefur verið notaður í þágu ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Það er okkar hópur sem borgar fyrir sveiflur á gjaldmiðlinum en svo eru aðrir hópar í okkar samfélagi sem njóta á móti góðs af því.“ Hann segir að breytingar í gjaldmiðilsmálum verði ekki að veruleika innan tímaramma þeirra kjarasamninga sem nú eru til umræðu. Hins vegar sé æskilegt að ræða þessi mál til framtíðar. „Þetta er það mikið hagsmunamál almennings og okkar félagsmanna að það væri í rauninni fáránlegt ef verkalýðshreyfingin væri ekki að velta þessum málum upp og ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00 Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00 Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Það þarf að liggja fyrir eins fljótt og hægt er hvort við náum saman. Við ætlum að setja allt púður í þetta í vikunni en ég held að framhaldið muni skýrast í lok vikunnar. Ef niðurstaðan verður sú að málinu verði vísað til ríkissáttasemjara munum við leggja allt í sölurnar til að ná saman þar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR og SA hafa átt nokkra fundi og hittast aftur í dag. „Við ætlum að taka langan fund og markmiðið er að reyna að komast til botns í því eins fljótt og hægt er hvort við sjáum til lands eða ekki. Þetta verða mjög flóknir samningar en það er verið að vinna á fullu. Svo er bara spurning hvort við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða okkar nálgun.“ Ragnar Þór segir aðila aðeins farna að ræða launaliðinn en í leiðinni sé unnið að praktískum atriðum og bókunum. „Við erum að koma hópavinnu í gang og það eru ýmis mál komin í vinnslu hjá sérfræðingum VR og SA. Varðandi aðkomu stjórnvalda förum við vonandi að sjá eitthvað til sólar í vinnu skattahópsins sem er í gangi.“ Ragnar Þór segist enn leggja mikla áherslu á að samið verði til þriggja ára. „Það er stemning í samfélaginu fyrir átökum eins og við sáum í könnun MMR. Það er stemning með nýrri forystu núna og ég er hræddur um það að hún gæti tapast að einhverjum hluta ef við fylgjum ekki þessari kröfu okkar um lengri samning vel eftir. Lengri samningi fylgja að mínu mati meiri líkur á raunverulegum kerfisbreytingum.“ Það gæti verið lykillinn að því að opinberu stéttarfélögin verði með í lengri sátt á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur því ástandi sem verið hefur að félögin eru alltaf að semja til tólf mánaða með sex mánaða millibili. Við gerum samning, svo koma aðrir hópar og vilja meira. Ég held að lykillinn að sáttinni liggi fyrst og fremst í raunverulegum kerfisbreytingum til að reyna að bæta hér lífskjör fólks á kannski mun breiðari skala en gert hefur verið áður.“Ræða þurfi gjaldmiðilsmálin Aðspurður segir Ragnar Þór að staða gjaldmiðilsins hafi ekki verið rædd innan VR eða ASÍ en krónan hefur veikst töluvert undanfarið. „Við vitum það að gjaldmiðillinn okkar hefur verið notaður í þágu ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Það er okkar hópur sem borgar fyrir sveiflur á gjaldmiðlinum en svo eru aðrir hópar í okkar samfélagi sem njóta á móti góðs af því.“ Hann segir að breytingar í gjaldmiðilsmálum verði ekki að veruleika innan tímaramma þeirra kjarasamninga sem nú eru til umræðu. Hins vegar sé æskilegt að ræða þessi mál til framtíðar. „Þetta er það mikið hagsmunamál almennings og okkar félagsmanna að það væri í rauninni fáránlegt ef verkalýðshreyfingin væri ekki að velta þessum málum upp og ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00 Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00 Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00
Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00
Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20