Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. desember 2018 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson segist enn þokkalega bjartsýnn en kjarasamningar losna um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það þarf að liggja fyrir eins fljótt og hægt er hvort við náum saman. Við ætlum að setja allt púður í þetta í vikunni en ég held að framhaldið muni skýrast í lok vikunnar. Ef niðurstaðan verður sú að málinu verði vísað til ríkissáttasemjara munum við leggja allt í sölurnar til að ná saman þar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR og SA hafa átt nokkra fundi og hittast aftur í dag. „Við ætlum að taka langan fund og markmiðið er að reyna að komast til botns í því eins fljótt og hægt er hvort við sjáum til lands eða ekki. Þetta verða mjög flóknir samningar en það er verið að vinna á fullu. Svo er bara spurning hvort við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða okkar nálgun.“ Ragnar Þór segir aðila aðeins farna að ræða launaliðinn en í leiðinni sé unnið að praktískum atriðum og bókunum. „Við erum að koma hópavinnu í gang og það eru ýmis mál komin í vinnslu hjá sérfræðingum VR og SA. Varðandi aðkomu stjórnvalda förum við vonandi að sjá eitthvað til sólar í vinnu skattahópsins sem er í gangi.“ Ragnar Þór segist enn leggja mikla áherslu á að samið verði til þriggja ára. „Það er stemning í samfélaginu fyrir átökum eins og við sáum í könnun MMR. Það er stemning með nýrri forystu núna og ég er hræddur um það að hún gæti tapast að einhverjum hluta ef við fylgjum ekki þessari kröfu okkar um lengri samning vel eftir. Lengri samningi fylgja að mínu mati meiri líkur á raunverulegum kerfisbreytingum.“ Það gæti verið lykillinn að því að opinberu stéttarfélögin verði með í lengri sátt á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur því ástandi sem verið hefur að félögin eru alltaf að semja til tólf mánaða með sex mánaða millibili. Við gerum samning, svo koma aðrir hópar og vilja meira. Ég held að lykillinn að sáttinni liggi fyrst og fremst í raunverulegum kerfisbreytingum til að reyna að bæta hér lífskjör fólks á kannski mun breiðari skala en gert hefur verið áður.“Ræða þurfi gjaldmiðilsmálin Aðspurður segir Ragnar Þór að staða gjaldmiðilsins hafi ekki verið rædd innan VR eða ASÍ en krónan hefur veikst töluvert undanfarið. „Við vitum það að gjaldmiðillinn okkar hefur verið notaður í þágu ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Það er okkar hópur sem borgar fyrir sveiflur á gjaldmiðlinum en svo eru aðrir hópar í okkar samfélagi sem njóta á móti góðs af því.“ Hann segir að breytingar í gjaldmiðilsmálum verði ekki að veruleika innan tímaramma þeirra kjarasamninga sem nú eru til umræðu. Hins vegar sé æskilegt að ræða þessi mál til framtíðar. „Þetta er það mikið hagsmunamál almennings og okkar félagsmanna að það væri í rauninni fáránlegt ef verkalýðshreyfingin væri ekki að velta þessum málum upp og ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00 Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00 Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Það þarf að liggja fyrir eins fljótt og hægt er hvort við náum saman. Við ætlum að setja allt púður í þetta í vikunni en ég held að framhaldið muni skýrast í lok vikunnar. Ef niðurstaðan verður sú að málinu verði vísað til ríkissáttasemjara munum við leggja allt í sölurnar til að ná saman þar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR og SA hafa átt nokkra fundi og hittast aftur í dag. „Við ætlum að taka langan fund og markmiðið er að reyna að komast til botns í því eins fljótt og hægt er hvort við sjáum til lands eða ekki. Þetta verða mjög flóknir samningar en það er verið að vinna á fullu. Svo er bara spurning hvort við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða okkar nálgun.“ Ragnar Þór segir aðila aðeins farna að ræða launaliðinn en í leiðinni sé unnið að praktískum atriðum og bókunum. „Við erum að koma hópavinnu í gang og það eru ýmis mál komin í vinnslu hjá sérfræðingum VR og SA. Varðandi aðkomu stjórnvalda förum við vonandi að sjá eitthvað til sólar í vinnu skattahópsins sem er í gangi.“ Ragnar Þór segist enn leggja mikla áherslu á að samið verði til þriggja ára. „Það er stemning í samfélaginu fyrir átökum eins og við sáum í könnun MMR. Það er stemning með nýrri forystu núna og ég er hræddur um það að hún gæti tapast að einhverjum hluta ef við fylgjum ekki þessari kröfu okkar um lengri samning vel eftir. Lengri samningi fylgja að mínu mati meiri líkur á raunverulegum kerfisbreytingum.“ Það gæti verið lykillinn að því að opinberu stéttarfélögin verði með í lengri sátt á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur því ástandi sem verið hefur að félögin eru alltaf að semja til tólf mánaða með sex mánaða millibili. Við gerum samning, svo koma aðrir hópar og vilja meira. Ég held að lykillinn að sáttinni liggi fyrst og fremst í raunverulegum kerfisbreytingum til að reyna að bæta hér lífskjör fólks á kannski mun breiðari skala en gert hefur verið áður.“Ræða þurfi gjaldmiðilsmálin Aðspurður segir Ragnar Þór að staða gjaldmiðilsins hafi ekki verið rædd innan VR eða ASÍ en krónan hefur veikst töluvert undanfarið. „Við vitum það að gjaldmiðillinn okkar hefur verið notaður í þágu ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Það er okkar hópur sem borgar fyrir sveiflur á gjaldmiðlinum en svo eru aðrir hópar í okkar samfélagi sem njóta á móti góðs af því.“ Hann segir að breytingar í gjaldmiðilsmálum verði ekki að veruleika innan tímaramma þeirra kjarasamninga sem nú eru til umræðu. Hins vegar sé æskilegt að ræða þessi mál til framtíðar. „Þetta er það mikið hagsmunamál almennings og okkar félagsmanna að það væri í rauninni fáránlegt ef verkalýðshreyfingin væri ekki að velta þessum málum upp og ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00 Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00 Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00
Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00
Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20