Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:20 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. Sólveig greinir frá þessu á Facebook þar sem hún leggur til að framhaldsskólanemarnir prófi að vinna í tíu ár á lágum launum. Sólveig Anna segir að Hazlitt, sem hafi elskað hagfræðingana Ludwig von Mises og Friedrich Hayek, hafi einu sinni reiknað út þann orðafjölda sem hann hafi verið búinn að skrifa. Tíu milljónir orð. „Semsagt; fyrsta flokks Homo Economicus, svo æstur í að reikna út tilveruna að hann nennti að telja öll orðin sín. It takes all kinds, I guess. Hann hataði velferðakerfi og réðst stöðugt á New Deal Roosevelt, af sannri prinsippmennsku; það er betra að láta vesalingana drepast úr atvinnuleysi og hungri en að leyfa ríkinu að redda einhverju eftir að kapítalistar eru búnir að rústa samfélaginu. Því hvernig öðruvísi á vinnuaflið að læra að hegða sér ef við sameinumst ekki í að pína það og kremja?“ segir Sólveig Anna. Hún segir hina frjálslyndu framhalsskólanema væntanlega verða hina nýju „overloards“, innblásna af mennskum reiknivélum og æstir í að kenna vinnandi fólki landsins nýjar og betri lexíur, alveg mega halda áfram að færa henni gjafir í vinnuna. „En ég (í anda jólanna?) er að pæla í að færa þeim þessa uppástungu, með kveðju; Prófiði að vinna í 10 ár sem láglaunakona á íslenskum útsölu-vinnumarkaði, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í tveimur vinnum til að geta borgað húsaleigina, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í þremur vinnum til að geta tryggt afkvæmum sínum öruggt þak yfir höfuðið, prófiði að skoða launaseðla fólks sem lendir í klónum á gróðasjúkum kapítalistum, prófiði að tala við fólk sem hefur unnið alla æfi og getur ekki hætt, þrátt fyrir að vera orðið sjötugt, vegna eigna og allsleysis, prófiði að lifa og starfa sem verka og láglaunamanneskjur og þegar þið eruð búnir að prófa það; tja, þá getum við kannski rætt um frelsið í sínum víðasta skilningi.“ Rataði bókin beint í ruslið eins og sjá má að neðan. Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. Sólveig greinir frá þessu á Facebook þar sem hún leggur til að framhaldsskólanemarnir prófi að vinna í tíu ár á lágum launum. Sólveig Anna segir að Hazlitt, sem hafi elskað hagfræðingana Ludwig von Mises og Friedrich Hayek, hafi einu sinni reiknað út þann orðafjölda sem hann hafi verið búinn að skrifa. Tíu milljónir orð. „Semsagt; fyrsta flokks Homo Economicus, svo æstur í að reikna út tilveruna að hann nennti að telja öll orðin sín. It takes all kinds, I guess. Hann hataði velferðakerfi og réðst stöðugt á New Deal Roosevelt, af sannri prinsippmennsku; það er betra að láta vesalingana drepast úr atvinnuleysi og hungri en að leyfa ríkinu að redda einhverju eftir að kapítalistar eru búnir að rústa samfélaginu. Því hvernig öðruvísi á vinnuaflið að læra að hegða sér ef við sameinumst ekki í að pína það og kremja?“ segir Sólveig Anna. Hún segir hina frjálslyndu framhalsskólanema væntanlega verða hina nýju „overloards“, innblásna af mennskum reiknivélum og æstir í að kenna vinnandi fólki landsins nýjar og betri lexíur, alveg mega halda áfram að færa henni gjafir í vinnuna. „En ég (í anda jólanna?) er að pæla í að færa þeim þessa uppástungu, með kveðju; Prófiði að vinna í 10 ár sem láglaunakona á íslenskum útsölu-vinnumarkaði, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í tveimur vinnum til að geta borgað húsaleigina, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í þremur vinnum til að geta tryggt afkvæmum sínum öruggt þak yfir höfuðið, prófiði að skoða launaseðla fólks sem lendir í klónum á gróðasjúkum kapítalistum, prófiði að tala við fólk sem hefur unnið alla æfi og getur ekki hætt, þrátt fyrir að vera orðið sjötugt, vegna eigna og allsleysis, prófiði að lifa og starfa sem verka og láglaunamanneskjur og þegar þið eruð búnir að prófa það; tja, þá getum við kannski rætt um frelsið í sínum víðasta skilningi.“ Rataði bókin beint í ruslið eins og sjá má að neðan.
Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira