Formaður VR veður reyk Björn Jón Bragason skrifar 6. desember 2018 07:00 Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar