Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 13:38 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að misræmið milli frásagnar hans og blaðakonunnar Báru Huldar Beck af samskiptum þeirra síðasta sumar byggi á ólíkri upplifun þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér vegna svars Báru við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld. Hann tilkynnti þá að hann hefði ákveðið að fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna ósæmilegrar hegðunar í garð konu síðasta sumar. Trúnaðarnefnd Samfylkingar hafði þá ákveðið að veita honum áminningu vegna málsins. Bára Huld sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hún sagðist tilneydd til að greina frá rangfærslum í máli Ágúst Ólafs. Hafi hún aldrei viljað gera málið opinbert, Ágúst Ólafur hafi verið ógnandi og ekki látið af hegðun sinni umrætt kvöld. Sagðist hún hafa ákveðið að tilkynna hegðun hans meðal annars til að reyna að koma í veg fyrir að aðrar konur lentu í honum.Bára Huld segist hafa reynt að stíga hvert skref yfirvegað í ferlinu og gert það sem hún taldi rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.KjarninnEkki ætlun hans að rengja frásögn Báru Ágúst Ólafur segir í yfirlýsingu sinni, sem hann sendi á fjölmiðla nú eftir hádegi, að ætlun hans hafi aldrei verið sú að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli. Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni,“ segir Ágúst Ólafur. Yfirlýsing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfirlýsingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn eða draga úr mínum hlut. Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að misræmið milli frásagnar hans og blaðakonunnar Báru Huldar Beck af samskiptum þeirra síðasta sumar byggi á ólíkri upplifun þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér vegna svars Báru við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld. Hann tilkynnti þá að hann hefði ákveðið að fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna ósæmilegrar hegðunar í garð konu síðasta sumar. Trúnaðarnefnd Samfylkingar hafði þá ákveðið að veita honum áminningu vegna málsins. Bára Huld sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hún sagðist tilneydd til að greina frá rangfærslum í máli Ágúst Ólafs. Hafi hún aldrei viljað gera málið opinbert, Ágúst Ólafur hafi verið ógnandi og ekki látið af hegðun sinni umrætt kvöld. Sagðist hún hafa ákveðið að tilkynna hegðun hans meðal annars til að reyna að koma í veg fyrir að aðrar konur lentu í honum.Bára Huld segist hafa reynt að stíga hvert skref yfirvegað í ferlinu og gert það sem hún taldi rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.KjarninnEkki ætlun hans að rengja frásögn Báru Ágúst Ólafur segir í yfirlýsingu sinni, sem hann sendi á fjölmiðla nú eftir hádegi, að ætlun hans hafi aldrei verið sú að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli. Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni,“ segir Ágúst Ólafur. Yfirlýsing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfirlýsingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn eða draga úr mínum hlut. Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústsson
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28