TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 19:00 Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira