Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira