„Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2018 20:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa. Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa.
Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01