Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 10:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands. Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41