Fótbolti

Rúnar Már á förum frá Grasshoppers

Smári Jökull Jónsson skrifar
Rúnar Már er líklega á förum frá Grasshoppers.
Rúnar Már er líklega á förum frá Grasshoppers. Vísir/Getty

Rúnar Már Sigurjónsson gerir ráð fyrir því að yfirgefa herbúðir svissneska liðsins Grasshoppers þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Rúnar Már hefur leikið með liðinu síðan 2016.

Þetta kemur fram í viðtali Rúnars við Sundsvall tidning sem birt er á vef Morgunblaðsins. 

„Ég er til í að ræða við Grasshoppers en ég efast um að félagið geti boðið mér það sem ég vil," segir Rúnar Már en hann hefur fengið tækifæri með landsliðinu eftir að Erik Hamrén tók við stjórn liðsins í haust.

Rúnar segir þó hann hugi ekki á brottför fyrr en næsta sumar og segir að áhugi sé á honum hjá nokkrum liðum.

„Það er ólíklegt að ég fari í janúar. Það eru hins vegar 98% líkur á að ég fari frétt frá félaginu næsta sumar," en fram kemur að áhugi sé á Rúnari Má hjá liðum í Tyrklandi, Rússlandi og Bandaríkjunum.

Rúnar Már hefur skoraði 10 mörk í 43 leikjum fyrir Grasshoppers en hann gekk til liðs við liðið frá Sundsvall árið 2016 og var lánaður til St. Gallen í svissnesku deildinni í upphafi þessa árs þar sem hann skoraði 6 mörk í 15 leikjum.

Hann hefur leikið 9 leiki með Grasshoppers til þessa á tímabilinu og lagt upp 5 mörk.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.