Snjór fyrir jól ekki í kortunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2018 15:09 Jólakötturinn verður líkast til ekki baðaður í snjó þessi jólin. vísir/vilhelm Gul viðvörun er í gildi vegna mikils hvassviðris á Suður- og suðausturlandi í dag og gætu hviður farið yfir 40 metra á sekúndu. Búist er við hæglátara veðri um jólin að sögn veðurfræðings og stefnir víðast hvar í rauð jól, nema þar sem þegar er snjór. Elín Margrét Böðvarsdóttir Seinnipartinn og undir kvöld í dag er búist við aftakaveðri, einkum á suður- og suðausturlandi. Daníel Þorláksson er vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Það er sem sagt djúp lægð hérna suður af landi og hún kemur upp að landinu í kvöld og það hvessir sökum hennar um sunnanvert landið í kvöld. Staðbundið fer það upp í storm og rok eins og suður af Eyjafjöllum, vestur af Öræfajökli og vestur fyrir Eyjafjöllin.“ Vindur verður mun hægari annars staðar á landinu og er búist við að veðrið nái hámarki um níu- tíu leytið í kvöld og verði að mestu gengið yfir fljótlega eftir það. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi og á það einkum við um svæðið milli Eyjafjallajökuls og Öræfajökuls þar sem veðurhamurinn er mestur. „Það verður engin snjókoma með þessu á láglendi en það er það hvasst að það er mjög varasamt að keyra í þessu.“Hvernig er útlitið hvað varðar jólaveðrið? „Í raun og veru eru ekki að vænta mikillar úrkomu og það litla sem fellur verður langmest rigning eða slidda á láglendi. Ég myndi halda að þar sem snjórinn liggur ekki núna þar bæti nú lítið í. Þar sem er hvítt núna gæti verið hvítt um jólin,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi vegna mikils hvassviðris á Suður- og suðausturlandi í dag og gætu hviður farið yfir 40 metra á sekúndu. Búist er við hæglátara veðri um jólin að sögn veðurfræðings og stefnir víðast hvar í rauð jól, nema þar sem þegar er snjór. Elín Margrét Böðvarsdóttir Seinnipartinn og undir kvöld í dag er búist við aftakaveðri, einkum á suður- og suðausturlandi. Daníel Þorláksson er vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Það er sem sagt djúp lægð hérna suður af landi og hún kemur upp að landinu í kvöld og það hvessir sökum hennar um sunnanvert landið í kvöld. Staðbundið fer það upp í storm og rok eins og suður af Eyjafjöllum, vestur af Öræfajökli og vestur fyrir Eyjafjöllin.“ Vindur verður mun hægari annars staðar á landinu og er búist við að veðrið nái hámarki um níu- tíu leytið í kvöld og verði að mestu gengið yfir fljótlega eftir það. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi og á það einkum við um svæðið milli Eyjafjallajökuls og Öræfajökuls þar sem veðurhamurinn er mestur. „Það verður engin snjókoma með þessu á láglendi en það er það hvasst að það er mjög varasamt að keyra í þessu.“Hvernig er útlitið hvað varðar jólaveðrið? „Í raun og veru eru ekki að vænta mikillar úrkomu og það litla sem fellur verður langmest rigning eða slidda á láglendi. Ég myndi halda að þar sem snjórinn liggur ekki núna þar bæti nú lítið í. Þar sem er hvítt núna gæti verið hvítt um jólin,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Veður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira