Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 16:08 Flynn hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller. Refsing hans fyrir að hafa logið að FBI verður ákvörðuð á morgun. Vísir/EPA Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Sjá meira
Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00