Innlent

Hangikjötið brann á Kvíabryggju

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út í kvöld eftir að eldur kom upp í reykkofa fangelsisins.
Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út í kvöld eftir að eldur kom upp í reykkofa fangelsisins. Fréttablaðið/Pjetur
Útlit er fyrir að fangarnir á Kvíabryggju geti ekki borðað eigið hangikjöt þessi jólin. Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út í kvöld eftir að eldur kom upp í reykkofa fangelsisins. Í frétt Skessuhorns segir að „jólahangikjetið“ hafi hangið þar í súð.



Slökkvistarf mun hafa gengið vel en reykkofinn er þó ónýtur.

Á Facebooksíðu Félags fanga, Afstöðu, segir þó að vistmenn Kvíabryggju fari létt með að byggja nýjan kofa, fái þeir leyfi til þess. Hins vegar sé leiðinlegt að þeir muni ekki fá hangikjöt á jóladag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×