Fótbolti

Heimsótti Katar í tilefni þess að úrslitaleikur HM fer fram á þessum tíma eftir fjögur ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi Hernandez spilar í Katar með liði 	Al Sadd.
Xavi Hernandez spilar í Katar með liði Al Sadd. Vísir/Getty
Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar.Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma.Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár.Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram.Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022.Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður.„Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC.  Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur.Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar.Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.