Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 17:58 Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/vilhelm Skipuleggjendur mótmælanna á Austurvelli í dag krefjast þess að þingmennirnir sem komu að Klaustursmálinu svokallaða segi tafarlaust af sér þingmennsku og víki úr flokkum sínum. Þá er þess einnig krafist að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. „Við krefjumst tafarlausrar afsagnar ALLRA þeirra þingmanna sem komu að „klausturs-málinu“. Ekki einungis úr flokkum sínum heldur frá störfum sínum á Alþingi,“ segir í yfirlýsingu skipuleggjenda. Kröfurnar ná þannig til fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Þá er einnig krafist tafarlausrar rannsóknar á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum Alþingis sem komst upp um í Klaustursupptökunum. Dæmin sem skipuleggjendur nefna eru:Drykkja á vinnutíma sem varðar við þingskapalög.Hrossakaup Bjarna Benediktssonar við Gunnar Braga og Sigmund Davíð varðandi Geir H. Haarde og sendiherrastöður sem varða við Almenn hegningarlög. Skýrt brot á fjölda liða siðareglna alþingismanna. Við krefjumst þess að breytingar verði gerðar á málum þannig að reka má þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir við lög eða siðareglur Alþingismanna. Þá skulu varaþingmenn taka við stöðum þeirra sem er vísað frá Alþingi. Auk þess krefjumst við tafarlausrar endurmenntunar allra starfsmanna Alþingis í jafnréttisfræðslu og eineltis málum. Undir yfirlýsinguna rita Andri Sigurðsson, Alexandra Kristjana Ægisdóttir, Arndís Jónasdóttir og Júlía Sveinsdóttir. Þingmenn sitji tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu Með yfirlýsingunni fylgja einnig kröfur og yfirlýsingar nokkurra samtaka. Kvennahreyfingin krefst að áðurnefndur Klausturshópur segi af sér. Þá er þess krafist að allir þingmenn (núverandi og svo innan þriggja mánaða frá hverjum kosningum) sitji í gegnum tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu, sem verður sameiginlega unnin af þeim félagasamtökum sem best þekkja til.Mótmælin hófust klukkan tvö.Vísir/VIlhelmÖryrkjabandlag Íslands krefst þess einnig að þingmennirnir sex segi af sér.„Sú fyrirlitning á fólki sem hefur komið fram í orðum tíunda hluta þingheims, sýnir að þingmennirnir eru með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning. Þeir verða að taka pokann sinn. Flóknara er það ekki,“ segir í yfirlýsingu bandalagsins. Þá þurfi aðrir þingmenn að sýna það í verki að sami hugsunarháttur ráði ekki gerðum þeirra.Samtökin '78 eru harðorð í garð Alþingismanna.„Samtökin ´78 skora á þingmenn og stjórnmálaflokka að samþykkja aldrei kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötlunarfordóma. Eitruð orðræða grefur undan öryggi jaðarsettra hópa og við minnum ykkur á að ábyrgð ykkar er gífurleg.“NPA miðstöðin skorar á kjörna fulltrúa að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks.„Krafa okkar er að Alþingisfólk hafi þekkingu á mannréttindasamningum og lögum og temji sér að virða kjósendur sína alla, minnihlutahópa sem aðra.Við skorum á alla kjörna fulltrúa til þess að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Leggja sig fram um að hlusta á okkur, það sem við höfum að segja, virða mannréttindi og mannlega reisn okkar, til jafns við aðra borgara. Alþingisfólk getur unnið traust hjá okkur aftur með verkum sínum.“Femínistafélag Háskóla Íslands segir að horfast þurfi í augu við að Ísland sé ekki paradís fyrir konur. Þá er þess einnig krafist að þingmennirnir á Klaustri segi af sér.„Virðing fyrir öllum þegnum landsins ætti að vera frumskilyrði fyrir því að starfa fyrir hönd þjóðarinnar á hæsta stjórnstigi hennar. Það er ekki hægt að treysta einstaklingum sem vanvirða með orðum sínum annað fólk. Þeir munu aldrei getað talað fyrir eða skilið hagsmuni þeirra sem þeir níða. Þessir þingmenn eru óhæfir til þess að tala málum kvenna, og þannig hálfrar þjóðarinnar, og ættu því að segja af sér hið fyrsta.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Skipuleggjendur mótmælanna á Austurvelli í dag krefjast þess að þingmennirnir sem komu að Klaustursmálinu svokallaða segi tafarlaust af sér þingmennsku og víki úr flokkum sínum. Þá er þess einnig krafist að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. „Við krefjumst tafarlausrar afsagnar ALLRA þeirra þingmanna sem komu að „klausturs-málinu“. Ekki einungis úr flokkum sínum heldur frá störfum sínum á Alþingi,“ segir í yfirlýsingu skipuleggjenda. Kröfurnar ná þannig til fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Þá er einnig krafist tafarlausrar rannsóknar á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum Alþingis sem komst upp um í Klaustursupptökunum. Dæmin sem skipuleggjendur nefna eru:Drykkja á vinnutíma sem varðar við þingskapalög.Hrossakaup Bjarna Benediktssonar við Gunnar Braga og Sigmund Davíð varðandi Geir H. Haarde og sendiherrastöður sem varða við Almenn hegningarlög. Skýrt brot á fjölda liða siðareglna alþingismanna. Við krefjumst þess að breytingar verði gerðar á málum þannig að reka má þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir við lög eða siðareglur Alþingismanna. Þá skulu varaþingmenn taka við stöðum þeirra sem er vísað frá Alþingi. Auk þess krefjumst við tafarlausrar endurmenntunar allra starfsmanna Alþingis í jafnréttisfræðslu og eineltis málum. Undir yfirlýsinguna rita Andri Sigurðsson, Alexandra Kristjana Ægisdóttir, Arndís Jónasdóttir og Júlía Sveinsdóttir. Þingmenn sitji tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu Með yfirlýsingunni fylgja einnig kröfur og yfirlýsingar nokkurra samtaka. Kvennahreyfingin krefst að áðurnefndur Klausturshópur segi af sér. Þá er þess krafist að allir þingmenn (núverandi og svo innan þriggja mánaða frá hverjum kosningum) sitji í gegnum tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu, sem verður sameiginlega unnin af þeim félagasamtökum sem best þekkja til.Mótmælin hófust klukkan tvö.Vísir/VIlhelmÖryrkjabandlag Íslands krefst þess einnig að þingmennirnir sex segi af sér.„Sú fyrirlitning á fólki sem hefur komið fram í orðum tíunda hluta þingheims, sýnir að þingmennirnir eru með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning. Þeir verða að taka pokann sinn. Flóknara er það ekki,“ segir í yfirlýsingu bandalagsins. Þá þurfi aðrir þingmenn að sýna það í verki að sami hugsunarháttur ráði ekki gerðum þeirra.Samtökin '78 eru harðorð í garð Alþingismanna.„Samtökin ´78 skora á þingmenn og stjórnmálaflokka að samþykkja aldrei kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötlunarfordóma. Eitruð orðræða grefur undan öryggi jaðarsettra hópa og við minnum ykkur á að ábyrgð ykkar er gífurleg.“NPA miðstöðin skorar á kjörna fulltrúa að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks.„Krafa okkar er að Alþingisfólk hafi þekkingu á mannréttindasamningum og lögum og temji sér að virða kjósendur sína alla, minnihlutahópa sem aðra.Við skorum á alla kjörna fulltrúa til þess að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Leggja sig fram um að hlusta á okkur, það sem við höfum að segja, virða mannréttindi og mannlega reisn okkar, til jafns við aðra borgara. Alþingisfólk getur unnið traust hjá okkur aftur með verkum sínum.“Femínistafélag Háskóla Íslands segir að horfast þurfi í augu við að Ísland sé ekki paradís fyrir konur. Þá er þess einnig krafist að þingmennirnir á Klaustri segi af sér.„Virðing fyrir öllum þegnum landsins ætti að vera frumskilyrði fyrir því að starfa fyrir hönd þjóðarinnar á hæsta stjórnstigi hennar. Það er ekki hægt að treysta einstaklingum sem vanvirða með orðum sínum annað fólk. Þeir munu aldrei getað talað fyrir eða skilið hagsmuni þeirra sem þeir níða. Þessir þingmenn eru óhæfir til þess að tala málum kvenna, og þannig hálfrar þjóðarinnar, og ættu því að segja af sér hið fyrsta.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39