Fótbolti

David Villa og Iniesta sameinaðir á ný í Japan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Villa fékk afmælisköku við komuna til Japan en hann verður 37 ára gamall á morgun
Villa fékk afmælisköku við komuna til Japan en hann verður 37 ára gamall á morgun vísir/getty
Spænski markahrókurinn David Villa er búinn að semja við japanska úrvalsdeildarliðið Vissel Kobe. Þar hittir hann fyrir fyrrum samherja sinn hjá Barcelona og í spænska landsliðinu, Andres Iniesta.

Iniesta færði sig um set til Japan í fyrra en annar heimsmeistari er einnig á mála hjá félaginu þar sem Þjóðverjinn Lukas Podolski hefur leikið með Vissel Kobe undanfarin tvö ár.

Villa kemur til Japan frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið með New York City frá stofnun þess félags í MLS deildinni árið 2015. Skoraði Villa 80 mörk í 124 leikjum í MLS deildinni.

Villa verður 37 ára á morgun, 3.desember, en hann hefur raðað inn mörkum allan sinn feril. Hann gerði garðinn frægan með Valencia, Barcelona og Atletico Madrid áður en hann hélt á vit ævintýranna í Bandaríkjunum og nú Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×