Fótbolti

Gerrard á toppnum í Skotlandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á toppnum
Á toppnum vísir/getty
Glasgow Rangers, undir stjórn Liverpool goðsagnarinnar Steven Gerrard, tyllti sér á topp skosku úrvalsdeildarinnar í dag með 1-2 sigri á Hearts í dag en eitt stig skildi liðin að fyrir leik dagsins. Celtic á þó leik til góða og geta lærisveinar Brendan Rodgers því endurheimt toppsætið.

Það blés þó ekki byrlega fyrir lærisveinum Gerrard í dag því Gareth McAuley, fyrrum leikmaður WBA, skoraði sjálfsmark og kom Hearts í 1-0 eftir tæplega hálftíma leik. 

Rangers tókst að koma til baka fyrir leikhlé því Connor Goldson og Alfredo Morelos skoruðu áður en fyrri hálfleikur var allur.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik þó gestirnir hafi þurft að leika manni færri síðasta stundarfjórðunginn eftir að Scott Arfield fékk að líta rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×