Fótbolti

Rúnar og félagar misstu niður tveggja marka forskot manni fleiri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Alex í leik með Dijon
Rúnar Alex í leik með Dijon
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var á sínum stað í marki Dijon þegar liðið heimsótti Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Strax á 5.mínútu var Baptiste Reynet, leikmanni Toulouse, vikið af velli með rautt spjald. Rúnari og félögum tókst að nýta sér liðsmuninn til að búa til tveggja marka forystu og stefndi allt í góðan útisigur.

Heimamenn í Toulouse gáfust hins vegar ekki upp þrátt fyrir að vera manni færri og tveimur mörkum undir. Max Gradel minnkaði muninn á 72.mínútu og Aaron Iseka jafnaði metin á 77.mínútu.

Vægast sagt klaufalega gert hjá Dijon sem er að berjast við botninn en liðið er einu sæti fyrir ofan fallsvæðið með þrettán stig eftir fimmtán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×