Fótbolti

Robben hættir hjá Bayern eftir tímabilið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Robben hefur unnið nokkur verðlaunin
Robben hefur unnið nokkur verðlaunin vísir/getty
Arjen Robben ætlar að yfirgefa Bayern München í sumar eftir tíu ára dvöl hjá félaginu.

Hollendingurinn hefur spilað tæpa 200 deildarleiki fyrir Bayern á þessum áratug, unnið Bundesliguna sjö sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Hann ætlar þó ekki að láta gott heita af fótboltaiðkun.

„Félagið mun halda áfram og ég gæti haldið áfram. Þetta eru endalokin á mjög góðum og löngum tíma en ég mun ekki hætta alveg.“

Robben hefur spilað með Gröningen, PSV, Chelsea og Real Madrid ásamt því að hafa gert það gott með hollenska landsliðinu, hann tók þátt í úrslitaleik HM með Hollandi 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×