Innlent

Mjög erfið færð í mörgum í­búðar­götum á Akur­eyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snjó hefur kyngt niður norðanlands um helgina og er færð mjög misjöfn í landshlutanum.
Snjó hefur kyngt niður norðanlands um helgina og er færð mjög misjöfn í landshlutanum. lögreglan á norðurlandi eystra

Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til íbúa á Norðurlandi að gefa því gaum hvernig best að fara til og frá vinnu í dag þar sem færð er afar misjöfn.

Snjó hefur kyngt niður norðanlands um helgina og í nótt bættumst tíu sentímetrar við, að því er fram kemur í Facebook-færslu lögreglunnar.

Snjómokstur er hafinn, bæði í þéttbýli og dreifbýli, en að sögn lögreglu eru til dæmis margar íbúðargötur á Akureyri mjög erfiðar yfirferðar fyrir fólksbíla.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.