Fótbolti

Rússneskur knattspyrnumaður varð úti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexej Lomakin.
Alexej Lomakin. Mynd/Twitter/@fclokomotiv_eng
Átján ára rússneskur knattspyrnumaður lést með sviplegum hætti eftir að hann varð úti í Moskvu.

Leikmaðurinn heitir Alexej Lomakin en 30. nóvember var farið að leita að honum þegar hann skilaði sér ekki heim til sín. Félagið hans, Lokomotiv Moskva, hefur nú staðfest það að Alexej hafi fundist látinn.

Alexej Lomakin var sóknartengiliður sem hafði spilað þrjá leiki með unglingaliði félagsins á tímabilinu.





„FC Lokamotiv tilkynnir með miklum trega að U21 leikmaðurinn Alexey Lomaki hafi látist í Moskvu. Rannsókn er í gangi. Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir alla. FC Lokamotiv sendir fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Móðir Alexej lét vita af því að hann skilaði sér ekki heim til sín 30. nóvember. Alexej hafði farið í læknisskoðun hjá félaginu sínu og síðan gist annarsstaðar. Móðir hans vissi ekki betur en það var þó vitað aðeins meira um ferðir hans.

Alexej fór nefnilega út á lífið með félaga sínum og neitti þar áfengis. Móðir hans reyndi að ná í hann í síma en Alexej hafði gleymt síma sínum og bakpoka í leigubílnum. Það náðist því ekki í hann.

Það er ekki vitað hvað gerðist en samkvæmt fyrstu fréttum virðist vera að Alexej hafi orðið úti. Það er mikið frost í Moskvu þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×