Forviða á hugmyndum um niðurskurð til Rannsóknasjóðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Prófessor segir Ísland standa nágrannalöndum langt að baki í fjármögnun háskóla og vísindastarfs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
„Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira