Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2018 15:48 Austurvöllur er ansi jólalegur þessa dagana. Klaustur bar má sjá í bakgrunni, á milli Dómkirkjunnar og Alþingis. Vísir/Vilhelm Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forseti Alþingis, gerði ráð fyrir. Hún segir það að hluta til vegna þess að um er að ræða ný lög og að þetta sé í fyrsta sinn sem nefndin fái mál til umfjöllunar. Nefndin hefur enn ekki hafið störf en hún hefur fundað einu sinni til að undirbúa vinnuna. Lagaskrifstofa Alþingis safnar nú gögnum vegna málsins og mun nefndin hefja störf þegar því er lokið.Ekkert annað erindi borist forsætisnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustri, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ef Siðanefndin ætlaði að kalla eftir upptökum af samtalinu á Klaustri ætti að kalla eftir öllum upptökum af samtölum þingmanna sem til eru. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi þyrfti forsætisnefnd þó sérstaklega að berast erindi þess efnis sem hún þyrfti þá að vísa til siðanefndar. „Forsætisnefnd ákveður hvað hún felur siðanefndinni að gera. Siðanefndin tekur engar slíkar ákvarðanir,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Vísi. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Lagadeildar Alþingis, segir að undirbúningsvinna sé í fullum gangi og að einungis eitt mál sé á borði nefndarinnar. Hann segir að nú sé verði að afla gagna, bæði frumgagna sem og umfjöllunar úr fjölmiðlum. Síðan muni Alþingi einnig afla upplýsinga frá þingmönnum og segir að yfirleitt sé gert ráð fyrir skriflegri gagnaöflun. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00 Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forseti Alþingis, gerði ráð fyrir. Hún segir það að hluta til vegna þess að um er að ræða ný lög og að þetta sé í fyrsta sinn sem nefndin fái mál til umfjöllunar. Nefndin hefur enn ekki hafið störf en hún hefur fundað einu sinni til að undirbúa vinnuna. Lagaskrifstofa Alþingis safnar nú gögnum vegna málsins og mun nefndin hefja störf þegar því er lokið.Ekkert annað erindi borist forsætisnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustri, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ef Siðanefndin ætlaði að kalla eftir upptökum af samtalinu á Klaustri ætti að kalla eftir öllum upptökum af samtölum þingmanna sem til eru. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi þyrfti forsætisnefnd þó sérstaklega að berast erindi þess efnis sem hún þyrfti þá að vísa til siðanefndar. „Forsætisnefnd ákveður hvað hún felur siðanefndinni að gera. Siðanefndin tekur engar slíkar ákvarðanir,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Vísi. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Lagadeildar Alþingis, segir að undirbúningsvinna sé í fullum gangi og að einungis eitt mál sé á borði nefndarinnar. Hann segir að nú sé verði að afla gagna, bæði frumgagna sem og umfjöllunar úr fjölmiðlum. Síðan muni Alþingi einnig afla upplýsinga frá þingmönnum og segir að yfirleitt sé gert ráð fyrir skriflegri gagnaöflun.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00 Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00
Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49