Fótbolti

Framkvæmdarstjóri Roskilde himinlifandi með HM-peningana frá Frederik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Schram í æfingarleik með Íslandi fyrir HM.
Schram í æfingarleik með Íslandi fyrir HM. vísir/getty

Danska B-deildarliðið, FC Roskilde, fékk heldur betur peninga í kassann í fyrradag er FIFA deildi út peningum til þeirra félaga sem áttu leikmenn á HM.

Íslenski markvörðurinn Frederik Schram var eins og kunnugt er í hópnum hjá Íslandi í sumar en hann er á mála hjá Roskilde sem er í botnbaráttunni í dönsku B-deildinni.

Félagið fékk 1,5 milljónir danskra króna sem jafngildir 28 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Framkvæmdarstjóri félagsins var eðlilega ánægður með peningana sem komu í hús í vikunni.

„Við höfum auðvitað vitað þetta í einhvern tíma en það er enginn vafi að þetta er mjög gott fyrir okkur. Þú tekur eftir því þegar það kemur ein og hálf milljón í kassann sem maður hefur ekki reiknað með að fá,“ sagði Claus Grønborg.

„Þetta er kærkomið og við erum ánægðir með þetta. Þetta snýst samt meira um stoltið að einn af okkar leikmönnum hafi verið á HM og það var frábær upplifun fyrir Frederik. Hann hefur unnið fyrir þessu.“

Fyrr á þessu ári hafnaði Roskilde tilboði í Frederik en ekki segir í frétt Bold hvaðan það tilboð kom. Hann hefur misst af nokkrum leikjum Roskilde undanfarnar vikur vegna meiðsla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.