Mætti alltaf á meðan sumir völdu sér leiki en var svo sparkað úr landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2018 10:00 Atli Eðvaldsson í baráttunni við Mark Hughes á síðasta landsliðsárinu 1991. vísir/getty Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira