Fótbolti

Kjartan Henry rifjar upp morðhótanirnar: „Þú verður drepinn ef þú kemur til Kaupmannahafnar“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason fékk morðhótanir.
Kjartan Henry Finnbogason fékk morðhótanir. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, fékk morðhótanir frá stuðningsmönnum Bröndby eftir lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar síðasta vor.

Hann talar um þetta í viðtali við TV3 Sport í Danmörku í þætti sem sýndur verður á sunnudaginn en þar er fjallað um skuggahliðar fótboltans er varðar ágenga stuðningsmenn á samfélagsmiðlum og hvort þeir myndu segja það við fólk þar sem látið er falla á netinu.

Kjartan gerði út um titilvonir Bröndby í næst síðustu umferðinniþegar að hann skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Horsens á síðustu mínútum leiksins og breytti stöðunni úr 2-0 í 2-2 og það á heimavelli Kaupmannahafnarliðsins.

FC Midtjylland vann Horsens, 1-0, í lokaumferðinni og tryggði sér Danmerkurmeistaratitilinn en Kjartan varð samstundis hataðasti maðurinn í gula hluta Kaupmannahafnar og fékk bágt fyrir.

„Þegar að þú kemur til Kaupmannahafnar verður þú drepinn,“ voru ein þeirra skilaboða sem að Kjartan Henry fékk en hann yfirgaf dönsku deildina í sumar og samdi við Ferencvaros í Búdapest í Ungverjalandi.

TV3 Sport ræðir einnig við Helgu, konu Kjartans, en hún átti erfitt með að trúa þessu fyrst: „Hvað er þetta með fólk?“ hugsaði hún þegar að hótanirnar fóru að berast.

Á einum tímapunkti lét Helga hann Kjartan vita af því að stuðningsmenn Bröndby vory byrjaðir að banka og væflast um í garðinum.

„Það var á þessum tíma sem ég fór að hugsa: Andskotinn, hvað hef ég gert?“ segir Kjartan Henry Finnbogason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×