Fótbolti

Kjartan Henry rifjar upp morðhótanirnar: „Þú verður drepinn ef þú kemur til Kaupmannahafnar“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason fékk morðhótanir.
Kjartan Henry Finnbogason fékk morðhótanir. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, fékk morðhótanir frá stuðningsmönnum Bröndby eftir lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar síðasta vor.

Hann talar um þetta í viðtali við TV3 Sport í Danmörku í þætti sem sýndur verður á sunnudaginn en þar er fjallað um skuggahliðar fótboltans er varðar ágenga stuðningsmenn á samfélagsmiðlum og hvort þeir myndu segja það við fólk þar sem látið er falla á netinu.

Kjartan gerði út um titilvonir Bröndby í næst síðustu umferðinniþegar að hann skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Horsens á síðustu mínútum leiksins og breytti stöðunni úr 2-0 í 2-2 og það á heimavelli Kaupmannahafnarliðsins.

FC Midtjylland vann Horsens, 1-0, í lokaumferðinni og tryggði sér Danmerkurmeistaratitilinn en Kjartan varð samstundis hataðasti maðurinn í gula hluta Kaupmannahafnar og fékk bágt fyrir.

„Þegar að þú kemur til Kaupmannahafnar verður þú drepinn,“ voru ein þeirra skilaboða sem að Kjartan Henry fékk en hann yfirgaf dönsku deildina í sumar og samdi við Ferencvaros í Búdapest í Ungverjalandi.

TV3 Sport ræðir einnig við Helgu, konu Kjartans, en hún átti erfitt með að trúa þessu fyrst: „Hvað er þetta með fólk?“ hugsaði hún þegar að hótanirnar fóru að berast.

Á einum tímapunkti lét Helga hann Kjartan vita af því að stuðningsmenn Bröndby vory byrjaðir að banka og væflast um í garðinum.

„Það var á þessum tíma sem ég fór að hugsa: Andskotinn, hvað hef ég gert?“ segir Kjartan Henry Finnbogason.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.