Rétt að manna stöður áður en byggt er upp Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Lagst verður í mikla uppbyggingu næstu fimm ár, nýir og stærri leikskólar verða byggðir og ungbarnadeildum fjölgað til muna. Fréttablaðið/vilhelm Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira