Fótbolti

„Eina skiptið sem þið munið sjá mig gráta“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tim Cahill.
Tim Cahill. Vísir/Getty
Tim Cahill barðist við tárin eftir síðasta landsleikinn sinn í dag en hann lék þá sinn 108. og síðasta leik fyrir ástralska landsliðið.

Ástralía vann 3-0 sigur á Líbanon í síðasta landsleik Tim Cahill. Tim Cahill náði ekki að skora en þessi 38 ára gamli framherji kom inná sem varamaður á 82. mínútu.

Martin Boyle skoraði tvívegis en þriðja markið skoraði Mathew Leckie.





Tim Cahill er markahæsti landsliðsmaður Ástrala frá upphafi með 50 mörk. Hann var líka fyrsti Ástralinn til að skora á HM.

Það var tilfinningarík stund fyrir Tim Cahill í leikslok og hann gat ekki haldið aftur af tárunum.

„Þetta er eina skiptið sem þið munið sjá mig gráta. Í hvert skipti sem ég klæddist græna og gulllitaða búningnum þá gaf ég allt mitt og spilaði með hjartanu. Takk kærlega fyrir Ástralía,“ sagði Tim Cahill eftir leikinn.

Tim Cahill og þjálfarinn Graham Arnold ákváðu það í sameiningu að Cahill kæmi ekki inná fyrr en í lokin.

„Fyrstu 85 mínúturnar snúast um frammistöðu. Timmy má fá síðustu fimm mínúturnar,“ sagði Graham Arnold, þjálfari ástralska landsliðsins.

Tim Cahill endar aðeins einum leik frá landsleikjametinu en það er í eigu markvarðarins  Mark Schwarzer sem spilaði 109 landsleiki á sínum.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tim Cahill með fjölskyldu sinni í leikslok.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×