Gert að leysa Kúrda úr haldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Selahattin Demirtas verður þó ekki leystur úr haldi, ef marka má orð Receps Tayyips Erdogan forseta. Nordicphotos/AFP Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira