Endurteknar ásakanir um feluleiki og svik Sveins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 14:45 Sveinn Friðfinnsson hefur komið víða við en árið 2005 hóf lögreglan á Íslandi rannsókn á meintum fjársvikum hans. Maðurinn sem situr í haldi í Svíþjóð grunaður um stórfelld fjársvik heitir Sveinn Friðfinnsson. Hann hefur áður komist í hann krappan vegna fjársvikamála. Hópur fólks kærði Svein til lögreglunnar árið 2005 vegna fjársvikamáls en málið var látið niður falla eftir eitt og hálft ár. Árið 2009 var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Sveinn væri grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna og virðist þá um sama mál að ræða og hann er í haldi vegna nú. Þá var svikamylla Sveins sögð áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernie Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. Þá var einnig greint frá því að Sveinn hafi fyrst blekkt sænska sparifjáreigendur árið 2004 og að hann hafi verið með skrifstofu í landinu til ársins 2007. Fréttatíma Stöðvar 2 þann 16. september 2009 þegar mál Sveins var til umfjöllunar má sjá hér fyrir neðan.Þegar mál Sveins var sem mest til umfjöllunar, haustið 2009 ræddi fréttastofa við nokkra sem Sveinn hafði svikið. Einn þeirra, sem ekki vildi láta nafns síns getið sagðist hafa látið Svein fá tvær milljónir króna árið 2004. Peningana átti að ávaxta með gjaldeyrisviðskiptum. Hann hafi síðan hafa áttað sig á því að þetta hafi verið svikamylla. DV, 6. desember 2005.Árið 2005 flutti Sveinn til Danmerkur, eftir að hafa átt í vefasömum viðskiptum hér á landi. Töldu margir sig hlunnfarna í þeim viðskiptum og gekk það svo langt að handrukkarar voru sendir út til Danmerkur á eftir honum, en mun Sveinn hafa komist undan þeim. Árið 2009 var talið að Sveinn væri búsettur á Kýpur en þá hafði hann dvalið á Grundarfirði, þar sem hann er fæddur. Þá var hann sagður aka um á glæsilegum bílum og að hann hafi haft með lífverði þegar hann var í heimabænum. Þá reyndi hann einnig að ráða sér almannatengslafulltrúa í því skyni að bæta ímynd sína gagnvart þeim sem hefðu farið illa út úr viðskiptunum. Sveinn situr nú í haldi í Svíþjóð grunaður um alvarleg fjársvik og er talið að hann hafi svikið tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum á árunum 2007 og 2008. 54 af þeim 56 brotum sem hann er grunaður um eru nú þegar fyrnd. Handtökuskipun á hendur Sveini var gefin út sumarið 2017 og var hann handtekinn í Frakklandi þann 10. október síðastliðinn. Tengdar fréttir Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum. 26. nóvember 2018 09:21 Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16 Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17. september 2009 20:30 Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17. september 2009 11:58 Á Grundarfirði en ekki á Kýpur Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. 16. september 2009 21:56 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira
Maðurinn sem situr í haldi í Svíþjóð grunaður um stórfelld fjársvik heitir Sveinn Friðfinnsson. Hann hefur áður komist í hann krappan vegna fjársvikamála. Hópur fólks kærði Svein til lögreglunnar árið 2005 vegna fjársvikamáls en málið var látið niður falla eftir eitt og hálft ár. Árið 2009 var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Sveinn væri grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna og virðist þá um sama mál að ræða og hann er í haldi vegna nú. Þá var svikamylla Sveins sögð áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernie Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. Þá var einnig greint frá því að Sveinn hafi fyrst blekkt sænska sparifjáreigendur árið 2004 og að hann hafi verið með skrifstofu í landinu til ársins 2007. Fréttatíma Stöðvar 2 þann 16. september 2009 þegar mál Sveins var til umfjöllunar má sjá hér fyrir neðan.Þegar mál Sveins var sem mest til umfjöllunar, haustið 2009 ræddi fréttastofa við nokkra sem Sveinn hafði svikið. Einn þeirra, sem ekki vildi láta nafns síns getið sagðist hafa látið Svein fá tvær milljónir króna árið 2004. Peningana átti að ávaxta með gjaldeyrisviðskiptum. Hann hafi síðan hafa áttað sig á því að þetta hafi verið svikamylla. DV, 6. desember 2005.Árið 2005 flutti Sveinn til Danmerkur, eftir að hafa átt í vefasömum viðskiptum hér á landi. Töldu margir sig hlunnfarna í þeim viðskiptum og gekk það svo langt að handrukkarar voru sendir út til Danmerkur á eftir honum, en mun Sveinn hafa komist undan þeim. Árið 2009 var talið að Sveinn væri búsettur á Kýpur en þá hafði hann dvalið á Grundarfirði, þar sem hann er fæddur. Þá var hann sagður aka um á glæsilegum bílum og að hann hafi haft með lífverði þegar hann var í heimabænum. Þá reyndi hann einnig að ráða sér almannatengslafulltrúa í því skyni að bæta ímynd sína gagnvart þeim sem hefðu farið illa út úr viðskiptunum. Sveinn situr nú í haldi í Svíþjóð grunaður um alvarleg fjársvik og er talið að hann hafi svikið tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum á árunum 2007 og 2008. 54 af þeim 56 brotum sem hann er grunaður um eru nú þegar fyrnd. Handtökuskipun á hendur Sveini var gefin út sumarið 2017 og var hann handtekinn í Frakklandi þann 10. október síðastliðinn.
Tengdar fréttir Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum. 26. nóvember 2018 09:21 Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16 Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17. september 2009 20:30 Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17. september 2009 11:58 Á Grundarfirði en ekki á Kýpur Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. 16. september 2009 21:56 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira
Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum. 26. nóvember 2018 09:21
Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16
Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17. september 2009 20:30
Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17. september 2009 11:58
Á Grundarfirði en ekki á Kýpur Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. 16. september 2009 21:56