Endurteknar ásakanir um feluleiki og svik Sveins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 14:45 Sveinn Friðfinnsson hefur komið víða við en árið 2005 hóf lögreglan á Íslandi rannsókn á meintum fjársvikum hans. Maðurinn sem situr í haldi í Svíþjóð grunaður um stórfelld fjársvik heitir Sveinn Friðfinnsson. Hann hefur áður komist í hann krappan vegna fjársvikamála. Hópur fólks kærði Svein til lögreglunnar árið 2005 vegna fjársvikamáls en málið var látið niður falla eftir eitt og hálft ár. Árið 2009 var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Sveinn væri grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna og virðist þá um sama mál að ræða og hann er í haldi vegna nú. Þá var svikamylla Sveins sögð áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernie Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. Þá var einnig greint frá því að Sveinn hafi fyrst blekkt sænska sparifjáreigendur árið 2004 og að hann hafi verið með skrifstofu í landinu til ársins 2007. Fréttatíma Stöðvar 2 þann 16. september 2009 þegar mál Sveins var til umfjöllunar má sjá hér fyrir neðan.Þegar mál Sveins var sem mest til umfjöllunar, haustið 2009 ræddi fréttastofa við nokkra sem Sveinn hafði svikið. Einn þeirra, sem ekki vildi láta nafns síns getið sagðist hafa látið Svein fá tvær milljónir króna árið 2004. Peningana átti að ávaxta með gjaldeyrisviðskiptum. Hann hafi síðan hafa áttað sig á því að þetta hafi verið svikamylla. DV, 6. desember 2005.Árið 2005 flutti Sveinn til Danmerkur, eftir að hafa átt í vefasömum viðskiptum hér á landi. Töldu margir sig hlunnfarna í þeim viðskiptum og gekk það svo langt að handrukkarar voru sendir út til Danmerkur á eftir honum, en mun Sveinn hafa komist undan þeim. Árið 2009 var talið að Sveinn væri búsettur á Kýpur en þá hafði hann dvalið á Grundarfirði, þar sem hann er fæddur. Þá var hann sagður aka um á glæsilegum bílum og að hann hafi haft með lífverði þegar hann var í heimabænum. Þá reyndi hann einnig að ráða sér almannatengslafulltrúa í því skyni að bæta ímynd sína gagnvart þeim sem hefðu farið illa út úr viðskiptunum. Sveinn situr nú í haldi í Svíþjóð grunaður um alvarleg fjársvik og er talið að hann hafi svikið tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum á árunum 2007 og 2008. 54 af þeim 56 brotum sem hann er grunaður um eru nú þegar fyrnd. Handtökuskipun á hendur Sveini var gefin út sumarið 2017 og var hann handtekinn í Frakklandi þann 10. október síðastliðinn. Tengdar fréttir Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum. 26. nóvember 2018 09:21 Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16 Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17. september 2009 20:30 Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17. september 2009 11:58 Á Grundarfirði en ekki á Kýpur Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. 16. september 2009 21:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Maðurinn sem situr í haldi í Svíþjóð grunaður um stórfelld fjársvik heitir Sveinn Friðfinnsson. Hann hefur áður komist í hann krappan vegna fjársvikamála. Hópur fólks kærði Svein til lögreglunnar árið 2005 vegna fjársvikamáls en málið var látið niður falla eftir eitt og hálft ár. Árið 2009 var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Sveinn væri grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna og virðist þá um sama mál að ræða og hann er í haldi vegna nú. Þá var svikamylla Sveins sögð áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernie Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. Þá var einnig greint frá því að Sveinn hafi fyrst blekkt sænska sparifjáreigendur árið 2004 og að hann hafi verið með skrifstofu í landinu til ársins 2007. Fréttatíma Stöðvar 2 þann 16. september 2009 þegar mál Sveins var til umfjöllunar má sjá hér fyrir neðan.Þegar mál Sveins var sem mest til umfjöllunar, haustið 2009 ræddi fréttastofa við nokkra sem Sveinn hafði svikið. Einn þeirra, sem ekki vildi láta nafns síns getið sagðist hafa látið Svein fá tvær milljónir króna árið 2004. Peningana átti að ávaxta með gjaldeyrisviðskiptum. Hann hafi síðan hafa áttað sig á því að þetta hafi verið svikamylla. DV, 6. desember 2005.Árið 2005 flutti Sveinn til Danmerkur, eftir að hafa átt í vefasömum viðskiptum hér á landi. Töldu margir sig hlunnfarna í þeim viðskiptum og gekk það svo langt að handrukkarar voru sendir út til Danmerkur á eftir honum, en mun Sveinn hafa komist undan þeim. Árið 2009 var talið að Sveinn væri búsettur á Kýpur en þá hafði hann dvalið á Grundarfirði, þar sem hann er fæddur. Þá var hann sagður aka um á glæsilegum bílum og að hann hafi haft með lífverði þegar hann var í heimabænum. Þá reyndi hann einnig að ráða sér almannatengslafulltrúa í því skyni að bæta ímynd sína gagnvart þeim sem hefðu farið illa út úr viðskiptunum. Sveinn situr nú í haldi í Svíþjóð grunaður um alvarleg fjársvik og er talið að hann hafi svikið tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum á árunum 2007 og 2008. 54 af þeim 56 brotum sem hann er grunaður um eru nú þegar fyrnd. Handtökuskipun á hendur Sveini var gefin út sumarið 2017 og var hann handtekinn í Frakklandi þann 10. október síðastliðinn.
Tengdar fréttir Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum. 26. nóvember 2018 09:21 Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16 Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17. september 2009 20:30 Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17. september 2009 11:58 Á Grundarfirði en ekki á Kýpur Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. 16. september 2009 21:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum. 26. nóvember 2018 09:21
Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16
Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17. september 2009 20:30
Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17. september 2009 11:58
Á Grundarfirði en ekki á Kýpur Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. 16. september 2009 21:56