Upptökurnar koma illa við forsvarsmenn Klausturs Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 12:20 Engar hljóðupptökur eru í öryggismyndavélum Klausturs bar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02