Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 14:01 Gunnar Bragi segir þingmenn "alls ekki“ þurfa að segja af sér vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. Hann er afdráttarlaus aðspurður hvort þingmennirnir eigi að segja af sér. Alls ekki, segir þingmaðurinn. „Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Menn lenda örugglega í því að hegða sér illa þegar menn taka því aðeins of alvarlega að fara út að skemmta sér,“ segir Gunnar Bragi. Ekkert þeirra sé þannig að það drekki áfengi dagsdaglega. Heimir Már Pétursson ræddi við Gunnar Braga í morgun þegar fram voru komin vafasöm ummæli meðal annars um unga þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi réttir Ingu Sæland höndina á Alþingi í morgun.Vísir/VilhelmGunnar Bragi segist ekki viss um að hann drekki of mikið áfengi. Mögulega drekki hann of lítið. Á sama tíma muni hann ekki öllu því sem fram fór þetta kvöld. „Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir öllu sem þarna fór fram.“ Hann segir listann langan yfir fólk sem hann þurfi að biðja afsökunar. Hann telur þetta þó ekki munu hafa neinar afleiðingar innan Miðflokksins. „Nei. Við sitjum í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum að læra af þessu og gera upp við þetta fólk sem þarna er rætt um,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segir þó ljóst að hann geri engan greinarmun á kynjunum. Hann fari ófögrum orðum um Loga Einarsson og Friðrik Ómar. „Það sitja allir í rauninni undir sama ruglinu í manni.“Oddný Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Inga Sæland lásu upp yfirlýsingu í tilefni af orðum Gunnars Braga og félaga í morgun.Gunnar Bragi telur ekki að hegðun þingmannanna eigi að leiða til afsagnar. Þau þurfi þó að læra af þessum mistökum sínum. „Ég held það sé engin ástæða til að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið af sér,“ segir Gunnar Bragi. Fólk eigi samt ekki að tala svona. Svo þurfi að ræða það hvort eðlilegt sé að taka upp samtöl fólks úti í bæ. Fréttamaður benti Gunnari Braga á að hann væri opinber persóna og orðin hefðu verið látin falla á opnum vettvangi „Jú, en við eigum líka okkar líf.“ Þegar þingmanninum var bent á að þingmenn í öðrum löndum hafi margir hverjir sagt af sér þingmennsku við minna tilefni og hvort íslensku þingmennirnir sex ættu ekki að gera það, var svar Gunnars Braga afdráttarlaust. „Engan veginn.“Forseti Íslands býður Alþingismönnum og mökum til árlegrar veislu á Bessastöðum í kvöld.Vísir/GVAForseti Íslands býður þingmönnum og mökum til veislu að Bessaastöðum í kvöld. Um er að ræða árlega veislu sem allajafna fer fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna hátíðarhalda á laugardaginn í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. „Ég vona að enginn hætti við að mæta út af þessum orðum okkar,“ segir Gunnar Bragi. Fréttamaður spurði Gunnar Braga hvort hann ætlaði að drekka appelsínusafa á Bessastöðum í kvöld. „Ætli það ekki.“Viðtalið í heild við Gunnar Braga má sjá hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. Hann er afdráttarlaus aðspurður hvort þingmennirnir eigi að segja af sér. Alls ekki, segir þingmaðurinn. „Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Menn lenda örugglega í því að hegða sér illa þegar menn taka því aðeins of alvarlega að fara út að skemmta sér,“ segir Gunnar Bragi. Ekkert þeirra sé þannig að það drekki áfengi dagsdaglega. Heimir Már Pétursson ræddi við Gunnar Braga í morgun þegar fram voru komin vafasöm ummæli meðal annars um unga þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi réttir Ingu Sæland höndina á Alþingi í morgun.Vísir/VilhelmGunnar Bragi segist ekki viss um að hann drekki of mikið áfengi. Mögulega drekki hann of lítið. Á sama tíma muni hann ekki öllu því sem fram fór þetta kvöld. „Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir öllu sem þarna fór fram.“ Hann segir listann langan yfir fólk sem hann þurfi að biðja afsökunar. Hann telur þetta þó ekki munu hafa neinar afleiðingar innan Miðflokksins. „Nei. Við sitjum í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum að læra af þessu og gera upp við þetta fólk sem þarna er rætt um,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segir þó ljóst að hann geri engan greinarmun á kynjunum. Hann fari ófögrum orðum um Loga Einarsson og Friðrik Ómar. „Það sitja allir í rauninni undir sama ruglinu í manni.“Oddný Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Inga Sæland lásu upp yfirlýsingu í tilefni af orðum Gunnars Braga og félaga í morgun.Gunnar Bragi telur ekki að hegðun þingmannanna eigi að leiða til afsagnar. Þau þurfi þó að læra af þessum mistökum sínum. „Ég held það sé engin ástæða til að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið af sér,“ segir Gunnar Bragi. Fólk eigi samt ekki að tala svona. Svo þurfi að ræða það hvort eðlilegt sé að taka upp samtöl fólks úti í bæ. Fréttamaður benti Gunnari Braga á að hann væri opinber persóna og orðin hefðu verið látin falla á opnum vettvangi „Jú, en við eigum líka okkar líf.“ Þegar þingmanninum var bent á að þingmenn í öðrum löndum hafi margir hverjir sagt af sér þingmennsku við minna tilefni og hvort íslensku þingmennirnir sex ættu ekki að gera það, var svar Gunnars Braga afdráttarlaust. „Engan veginn.“Forseti Íslands býður Alþingismönnum og mökum til árlegrar veislu á Bessastöðum í kvöld.Vísir/GVAForseti Íslands býður þingmönnum og mökum til veislu að Bessaastöðum í kvöld. Um er að ræða árlega veislu sem allajafna fer fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna hátíðarhalda á laugardaginn í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. „Ég vona að enginn hætti við að mæta út af þessum orðum okkar,“ segir Gunnar Bragi. Fréttamaður spurði Gunnar Braga hvort hann ætlaði að drekka appelsínusafa á Bessastöðum í kvöld. „Ætli það ekki.“Viðtalið í heild við Gunnar Braga má sjá hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00
„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“