Innlent

Mun fleiri skrá heimagistingu

Sveinn Arnarsson skrifar
Átak í skráningu heimagistingar hef­ur skilað sér.
Átak í skráningu heimagistingar hef­ur skilað sér. Fréttablaðið/Anton Brink

Mikil aukning hefur verið á skráningum heimagistingar það sem af er ári. Heimagistingarvaktin sem er starfrækt af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt 1.860 skráningar á yfirstandandi ári en skráningarnar voru 1.059 á öllu síðasta ári.

Heimagistingarvaktin hefur að undanförnu staðið fyrir vettvangsheimsóknum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Frá miðjum september hefur verið farið í 136 slíkar heimsóknir.

Lögreglan hefur á þessu tímabili stöðvað starfsemi þriggja rekstrarleyfisskyldra gististaða á höfuðborgarsvæðinu og óskað hefur verið eftir rannsókn eða lokun átta gististaða utan höfuðborgarsvæðisins. Átján málum hefur lokið formlega með álagningu stjórnvaldssekta og tugir slíkra mála eru til meðferðar.

Í tilkynningu segist Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, ánægð með árangurinn. „Það er allra hagur að farið sé að lögum við útleigu heimagistingar og það er gleðilegt að átaksverkefni í heimagistingarvakt hefur nú þegar skilað tilætluðum árangri.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.